Andvari - 01.01.1924, Síða 34
Andvari
Réttarstaða Grænlands að fornu.
I. Síðustu ár undanfarin hafa málefni Grænlands verið
mjög á dagskrá hér á Norðurlöndum. Hefir fornsaga
Grænlands, afstaða nýlendunnar fornu í Grænlandi til
annara landa, einkum til íslands og Noregs, fléttast með
ýmsum hætti inn í þær umræður. Hefir þar farið eins
og opt vill verða, er um slík mál er deilt, að menn hafa
Jeitað sögulegra og lagalegra röksemda eins langt aftur
í tímann sem frekast er unt, og er það eðlilegt.
Grænland hefir fyr og síðar verið nefnt nýlenda, ým-
ist norsk nýlenda eða íslensk. Þeir, sem nefnt hafa það
því nafni, hafa með því ætlað að lýsa afstöðu þess til
þessara tveggja landa. En þeir hafa fæstir gjört grein
fyrir því, við hvað þeir ættu, er þeir nefndu Grænland
nýlendu, og er það óheppilegt, því orðið nýlenda (Ko-
lonie) er notað í mjög margvíslegri merkingu í daglegu
máli, og eins hafa fræðimenn skilgreint nýlenduhugtakið
með ólíkum hætti. Orðið getur því táknað mjög ýmis-
konar samband milli landa. Hugtaksins gætir einkum í
þjóðhagsfræði og í lögfræði. Við skilgreiningu hugtaks-
ins hafa flestir lagt áherslu á það, að þjóðarbrot tæki
sér bólfestu í öðru landi en heimalandi sínu, aðrir hafa
talið, að fleira þyrfti til að koma, svo um nýlendu væri
að ræða, svo sem það, að útflytjendurnir hefðu til að
bera eldri eða æðri menningu en þjóð sú, er fyrir er,