Andvari - 01.01.1924, Page 35
Andvari
Réttarstaða Grænlands að fornu
29
þar sem nýlendan er stofnuð, og þó sérstaklega það, að
nýlendan væri háð heimalandinu, væri einn hluti af
heimaríkinu. Menn munu vera á einu máli um það, að
lagahugtakið nýlenda eigi hvergi við nema þar sem ný-
lendan er stjórnskipulega tengd við heimalandið, þ. e.
fleiri eða færri stjórnvöld sameiginleg fyrir nýlenduna og
heimalandið. í þjóðhagsfræði gjöra margir aptur á mótí
mun á nýlendum í þrengri og víðari merkingu. Nýlendur
í þrengri merkingu eru þá hið sama og nýlendur í laga-
málinu, þ. e. þær nýlendur einar, sem tengdar eru stjórn-
skipulega við heimalandið.1)
Að nefna Grænland nýlendu án frekari skýringa, lýsir
því eigi nægilega hver afstaða þess var til.annara landa.
I grein þessari mun reynt að rekja þetta atriði Græn-
landsmálsins nokkuð og lýsa afstöðu bygðarinnar fornu
í Grænlandi til Islands og til Noregs fram til þess, er
Grænlendingar gengu konungi á hönd. Skal það þegar
tekið fram, að heimildir að fornsögu Grænlands eru
fremur fátæklegar og mjög í brotum. Allur þorri þeirra
er íslenskar sagnir. Og þær sagnir eru flestar ritaðar
vegna söguhetjunnar íslensku, er sagan er um. Segir
söguritarinn því sjaldnast meira af högum og háttum
Grænlendinga en nauðsynlegt er vegna aðalsöguefnisins.
Það hefir enginn gjört sögu grænlensku ættanna sömu
skil og höfundarnir, er skrifuðu Islendingasögur, gjörðu
íslensku ættunum. Og engir hafa skráð almenna sögu
Grænlands með líkum hætti og Ari fróði, höfundar Land-
námu og Sturlungu rituðu almenna sögu íslands. Sög-
urnar, sem aðallega fjalla um grænlensk efni, snúast
1) Sbr. greinina Kolonien und Kolonialpolitik í Conrads
Handwörterbuch der Staatswissenschaften. Conrad: Grundr. zura
Studium der politischen Oekonomie I, bls. 592.