Andvari - 01.01.1924, Qupperneq 38
32
Réttarstaða Grænlands að fornu
Andvari
Gunnbjörn sá Grænland að eins, en kom þar eigi á
land og því síður að hann næmi þar land. Þessi land-
sýn hans varð þó til þess, að íslendingar fengu vit-
neskju um, að óþekt lönd lægju í hafinu fyrir vestan ís-
land. Minningin um Gunnbjarnarsker geymdist. Þó liðu
svo 60—70 ár að engir leituðu þessa lands. En þá eru
um líkt leyti gjörðar tvær ferðir héðan af landi, báðar
beinlínis í því skyni, að leita þessa lands. Eru það ferð
þeirra félaga Snæbjarnar galta og Hrólfs rauðsendska
og ferð Eiríks rauða. Varð síðarnefnda ferðin upphafið
að byggingu Grænfands.
Snæbjörn og Hrólfur hafa líklega farið nokkru fyr en
Eiríkur, eða að minnsta kosti áður en Eiríkur kom aftur
úr Grænlandsför sinni hinni fyrri.1) Þeir félagar Snæ-
björn og Hrólfur voru báðir íslenskir menn, sonarsynir
landnámsmanna,2) og förunautar þeirra virðast einnig
hafa verið íslenskir. Landnáma segir frá för þessari þeg-
ar á eftir frásögninni um víg Hallbjarnar frá Kiðabergi,2)
er Snæbjörn hafði vegið, og mun varla vera efi á því,
Saxahvoli, Landnáma II. 8, bls. 86, en Alfarinn faðir Saxa hefir
varla komið út fyrir 900. Landnáma II. 6, bls. 80—81. Halldór,
sonur Gunnbjarnar er varla fæddur miklu fyr en um 910, þar
sem sonarsonur hans deyr rúmlega hálffertugur 1030, Landnáma II.
29, bls. 150, Flateyjarb. II. bls. 343. — í Grl. hist. Mindesm. III.
bls. 899 er ferð þessi árfærð 877 eða fyr; Nansen: Nord i táke-
heimen bls. 201 telur hana farna um 900.
1) Sbr. Nansen: Nord i tákeheimen bls. 204, Grl. hist. Mindesm.
III. bls. 899. Þar er ferðin þó ef til vill árfærð heldur snemma,
970, líklegra að hún sé farin um 980. Tungu-Oddur sýnist vera
orðinn gamall er dóttir hans er vegin. Landnáma II. 30, bls. 153.
Halldór Hermannsson telur ferðina farna um 978, Tímar. þjóð-
ræknisf. ísl. II. bls. 3.
2) Landnáma II. 26, bls. 139, II. 30. bls. 150—151.
3) Landnáma II. 30, bls. 153.