Andvari - 01.01.1924, Síða 40
34
Réftarstaða Grænlands að fornu
Andvari
lelja nema aðalatriðin úr henni. Eiríkur uar fæddur í
Noregi, á jaðri, nálægt miðri 10. öld. Hefir hann verið
ungur, er faðir hans, Þorvaldur Asvaldsson, fór fyrir
víga sakir hingað frá Noregi og nam hér land á Horn-
ströndum. Eiríkur ólst upp hjá föður sínum, á Dröngum.
Náttúran er þar stórkostleg og harðneskjuleg og Drang-
ar sagðir hæfilegar æskustöðvar fyrir hinn tápmikla föð-
ur GrænlandsbygðarinnarJ) Þó Eiríkur væri fæddur í
Noregi, mun þó réttmætt að telja hann íslenskan mann,
þar sem hann elst upp hér á landi, enda telur Ari fróði
hann breiðfirskan mann 1 2) og Flóamannasaga kallar hann
beinlínis íslenskan mann.3) í síðarnefndu sögunni er sagt
frá því, að Eiríkur væri í Noregi með Hákoni Hlaða-
jarli, áður hann færi til Grænlands. Aðrar heimildir geta
þess eigi, enda mun það eigi vera rétt. Eftir lát föður
síns fær Eiríkur Þjóðhildar (eða Þórhildar) ]örundardótt-
ur og kemst þá í mægðir við Reyknesinga og fleiri
breiðfirskar ættir. Ræðst hann þá suður í Dali og nemur
land í Haukadal. Eptir víg Eyjólfs saurs og Hólmgöngu-
Hrafns er hann gjör héraðssekur úr Haukadal. Flyst
hann þá út í Breiðafjarðareyjar og býr þar síðast i
Oxney. Verða þá deilur hans við Þorgest á Breiðabóls-
stað á Skógarströnd. Sögurnar segja mjög óljóst frá þess-
um deilum, en helst er að sjá, að Eiríkur hafi í upphafi
haft betri málsstað. Hann hafði léð Þorgesti setstokka,
en Þorgestur vildi eigi skila þeim aptur. Samt varð Ei-
ríkur að lúta í lægra haldi, enda átti Þorgestur öfluga
styrktarmenn, þar sem voru mágar hans synir Þórðar
1) Þorv. Thoroddsen: Ferðabók II. bls. 62, Daniel Bruun:
Erik den röde bls. 7—8.
2) íslendingabók. (Kh. 1843) 6/9.
3) Fióamannasaga (Rvík 1898) 15/23.