Andvari - 01.01.1924, Síða 41
Andvari
Rétlarslaða Grænlands að fornu
35
gellis og Þorgeir Þórhaddsson í Hítardal, bróðursonur
hans og forfaðir Hítdæla. Þó veittu ýmsir málsmetandi
menn Eiríki lið og sýnir það, að hann hefir notið eigi
alllítilla vinsælda í héraði. Lauk svo málum þessum, að
Eiríkur og nokkrir menn hans urðu sekir á Þórsnes-
þingi. Bjó þá Eiríkur skip sitt og hugðist að leita lands
þess, er Gunnbjörn hafði séð.1) Víga-Styr og fleiri vinir
hans, er veitt höfðu honum drengilega lið í deilum hans
við Þorgest, létu eigi endasleppt um liðveizluna við hann,
leyndu honum meðan þeir Þorgestur leituðu hans um
eyjarnar og fylgdu honum að lokum út um eyjar. Kvaðst
Eiríkur mundu leita vina sinna aptur, ef hann fyndi
landið. Náði hann Grænlandi um sumarið og dvaldi þar
síðan í 3 vetur. Kannaði hann landið víða og gaf ör-
nefni. Mun hann hafa farið um Eystribygð, er síðar varð,
og eitthvað þar norður fyrir, máske alla leið norður í
Vestribygð. Að þrem árum liðnum hélt hann aptur til
Islands og sat þá um veturinn í Hólmlátri hjá Ingólfi
hinum sterka. Var hann þar í nágrenni við hinn forna
fjandmann sinn, Þorgest, og má nærri geta, að Þorgest-
ur hefir unað því illa, að skógarmaður hans sat þar inn-
sveitis, enda börðust þeir um vorið, og beið Eiríkur
ósigur. Síðan voru þeir sættir. Hafa góðir menn og vinir
beggja gengið þar á milli. Hefir þá sjálfsagt verið færð
fram sýkna Eiríks og félaga hans, og þeir hafa eptir það
eigi verið útlagar hér á landi.2)
1) Sögubrot í Fornm.sög. XI. bls. 412, telur Eirík hafa fundið
Grænland að tiluísan ©ndótts kráku. Hlítur þar að vera málum
blandað því Gndóttur mun aldrei hafa til Islands komið og hafa
verið dauður löngu fyr en Eiríkur fæddist, Landnáma III. 12, bls.
204—205, III. 15, bls. 213—214.
2) Landnáma II. 14, bls. 103—105, II. 31, bls. 156, íslendingab.