Andvari - 01.01.1924, Side 42
36
Réttarstaða Qrænlands að fornu
Andvari
Eiríki rauða leist Grænland byggilegt, og hann hefir
horfið þaðan til Islands með þeim hug, að koma þangað
aptur og setjast þar að fyrir fullt og fast. Hann nefndi
landið Grænland, »því at hann lét þat menn mjök
mundu fýsa þangat ef landit héti vel«.1) Honum hefir
verið það kappsmál að landið bygðist. Er það eðlilegt
þar sem hann sjálfur ætlaði að setjast þar að, og metn-
aður mun honum hafa gengið til öðrum þræði, ætlað sér,
fyrsta landnámsmanninum, og niðjum sínum eptir sinn
dag, einhver völd í nýja landinu. Fráleitt hefir hann
hugsað þar hærra en til valds, er svaraði til goðavalds-
ins hér á landi, enda hefir hann varla getað vænst
meira. Sýnir sagan það og, að þó að hann og niðjar
hans nytu mikilla virðinga á Grænlandi, þá hafa þeir
eigi haft þar meiri völd en ríkir goðorðsmenn höfðu hér
á landi. Hann hefir því sjálfsagt kvatt menn mjög tii
Grænlandsfarar, og árangurinn varð sá, að því er sagan
segir, að næsta sumar fóru 25 skip til Grænlands úr
Breiðafirði og Borgarfirði. Komust 14 út, hin rak sum
aptur, sum týndust.2) Annálar flestir telja að þetta hafi
verið árið 986.3) Hófst þá landnámsöld Grænlands.
Landnáma skýrir lítið eitt frá landnámi á Grænlandi.
Hún skýrir frá ætt tveggja landnámsmannanna, er báðir
voru íslenskir, Herjólfs Bárðarsonar4) og Þorkels far-
serks, og greinir nokkuð nánara frá þeim. Auk þess tel-
6/9, Eir. saga rauða (Rvík 1902) 1/1—2, Þorf.saga karlsefnis
(Rvík 1902) 2/2—5, Eyrbyggja (Rvík 1892) 24/48—49, Fornm.sög.
II. bls. 213—215.
1) Landnáma II. 14, bls. 105.
2) Landnáma II. 14, bls. 106.
3) 985, Landnáma II. 14, bls. 106, 985 eða 986, íslendingab.
6/9, 986, Eyrbyggja 24/49.
4) Sbr. Eiríks sögu rauða 3/3—6.