Andvari - 01.01.1924, Síða 43
Andvari
Réttarstaða Grænlands að fornu
37
ur húrt 8 aðra landnámsmenn og landnám þeirra og get-
ur þess, að þeir færi þá út með Eiríki. Bendir það til
þess, að þeir færi út sama sumarið og Eiríkur. Ef svo
er, hafa þeir allir komið frá Islandi. Norðmenn geta ekki
hafa verið búnir til Grænlandsferðar þegar á öðru sumri
eptir að Eiríkur kom hingað úr hinni fyrri för sinni.
Engra af þessum 8 landnámsmönnum er getið annars-
staðar, nema ef Snorri Þorbrandsson, er Alptafjörð nam,
er sami maður og Snorri Þorbrandsson úr Alptafirði,
er Eyrbyggja getur.1) Allir þessir landnámsmenn settust
að í Eystribygð, en Landnáma getur þess, að sumir
færu til Vestribygðar. Hefir hún því tekist að byggjast
um líkt leyti. I öðrum ritum er nokkurra annara land-
námsmanna á Grænlandi getið. Þorbjörn Vífilsson frá
Laugarbrekku nemur land í Grænlandi,2) Þorgils örra-
beinstjúpur fer til Grænlands um 990 í því skyni að
setjast þar að, en hverfur þaðan aptur til Islands. Þor-
leifur kimbi og Snorri Þorbrandssynir úr Alptafirði setj-
ast að í Grænlandi um árið 1000,3) Helgi Vésteinsson
um 990,4) Skáld-Helga Þórðarson rekur til Grænlands
um 1020 og ílendist hann þar.5) Alt eru þetta íslenskir
menn. Landnámsmanna af öðrum þjóðum er engra getið.
Eini Norðmaðurinn, sem getið er að færi til Grænlands,
um þessar mundir, í því skyni að setjast þar að, er
Þrándur af Upplöndum, og kemur hann þó ekki til
Grænlands, fyr en um 1040, en þá er landnámsöld
1) í sumum handritum Landnámu og Eiríks sögu rauða 1/3 er
nefndur Helgi Þorbrandsson, ekki Snorri.
2) Þorf.saga karlsefnis 3/8.
3) Eyrbyggja 43/125.
4) Gísla saga Súrssonar (Rvík 1899) 38/88, 28/186.
5) Skáld-Helgarímur í Rímnasafn udg. ved Finnur Jónsson bls.
130 o. þ. e.