Andvari - 01.01.1924, Page 48
42
Réttarstaða Grænlands að fornu
Andvart
úr þjóðflokknum (Stamme). Opt er landsvæði slíks ríkis
að eins einn dalur meðfram stuttri á. Þegar seinna kem-
ur sögunni, sameinast fleiri smáríki í stærri heildir, en
millistig þess eru samningsbundin sambandsríki (Staaten-
biindnisse) eða þó enn optar ríkjasambönd (Realunionen)
undir valdi sigursælla þjóðhöfðingja«. Noregur var að
fornu ágætt dæmi forngermanskrar þjóðfélagsskipunar.
Landið var greint í fjöldamörg ríki, flest mjög smá. En
vísir var kominn til stærri heildar. Sumstaðar í Noregi
höfðu nokkur fylki sameinast um sameiginleg þing. Svo
var um fylkin vestanfjalls, Gulaþing, sem flestir landnáms-
mennirnir voru komnir úr. Lögþingin settu sameiginleg
lög fyrir lögdæmið og dæmdu mál manna úr lögdæm-
inu, en ekkert allsherjar framkvæmdarvald var til fyrir
lögdæmið. Haraldur hárfagri bylti um þessari þjóðfélags-
skipun. Hann braut smáríkin undir sig. Smákonungarnir
og þeirra menn flýðu margir land, og það voru þeir,
sem bygðu ísland. Þegar þeir og synir þeirra seítu
stjórnarskipun á stofn á íslandi, þá var engin von á, að
þeir sniðu hana eptir einvaldsstjórn Haralds konungs.
Fyrirmynd þeirra hlaut að vera Noregur, eins og hann
hafði verið áður en ríki Haralds hófst. Lýðríkið íslenska
svarar líka í öllum aðalatriðum til þessarar fyrirmyndar.
Það eru mörg smá höfðingjadæmi, goðorðin, með sam-
eiginlegri lagasetningu og dómgæslu á sameiginlegu þingi,
alþingi. Alt allsherjar framkvæmdarvald vantaði. Það er
auðskilið, að slíkt ríki hlýtur að vera mjög veikt, ekki
síst út á við, og illa til þess fallið að hafa völd utan
endimarka landsins. Völd Islands yfir Grænlandi eða
samband landanna hefði getað byggst annaðhvort á vopna-
valdi eða á samningi. Hinu fyrra dettur engum í hug að
halda fram. Fyrir samningnum hafa menn engin söguleg
rök. Enda eigi hægt að sjá, að Islendingar eða Græn-