Andvari - 01.01.1924, Side 50
44
Réttarstaða Grænlands að fornu
Andvari
í Grágás. Það væri næsta ótrúlegt, ef engar menjar
sæjust þess þar, jafnítarlegar og heimildirnar um alþingi
annars eru. En því er samt svo varið. Þess finnst eng-
inn vottur, að nokkur Grænlendingur hafi mætt á alþingi,
að Arnaldi biskupi, sem auk þess var norskur maður,
einum undanskildum, er hann var á leið til Grænlands
í fyrsta sinni,1) eða tekið þátt í störfum þess, eða að
nokkurt grænlenskt mál hafi verið dæmt þar. Grágás
ætlar Grænlendingum hvergi lögréttusetu eða hluttöku í
útnefningu dóma eða setu í dómum. Ekkert bendir held-
ur til þess, að Grænland hafi verið skattskylt íslandi,
enda hefir engum dottið í hug að halda því fram.
I Grágás eru nokkur ákvæði, er Grænland varða, og
skal hér vikið nokkuð nánar að þeim, enda hafa sumir
fræðimenn, sem annars ekki telja, að Grænland hafi
verið hluti af íslenska ríkinu, talið að þau sýndu þá sér-
stöðu Grænlands, að það hefði verið Islandi nákomnara
en önnur lönd.2) Ákvæði þessi ræða 1. um sönnun í
vígsmáli, er gerst hefir í Grænlandi, 2. um sókn sakar
á vígsmáli, er í Grænlandi hefir gerst, 3. um sekt manns,
er sekur verður í Grænlandi, 4. um töku erfðafjár í
Grænlandi, 5. um brigð fjár, ef maður hefir horfið, og
6. um tvíkvæni.
1. I Grg. II. 389 ^egir: Ef maðr verðr veginn á
Græna landi ok skal þat hér enn sækja, sem önnur er-
lendis vig, fyrir þat fram, at eigi er skylt, at sannaðar-
menn hafi út þar verit, hvártki þá né síðan. At tengd-
um at eins skal þá vanda. — Þess er fyrst að geta
1) Isl. Annaler (útg. G. Storms) bls. 252, 320.
2) Maurer: Aitnord. Rechsfgesch. V. bls. 107—108, Schlegel í
Nord. Tidskr. for Oldk. 1832 bls. 148—150, GrL hist. Mindesm.
III. bls. 434 435.