Andvari - 01.01.1924, Síða 51
Andvari
Réttarstaða Qrænlands að fornu
45
að ákvæði þetta á aðeins við ef Islendingur er veginn í
Grænlandi sbr. II. 388: Ef maðr uerðr veginn á Vestr-
löndum . . . Nú verðr maðr veginn fvrir sunnan Dana
veldi. Um vígið mátti þá sækja hér á landi, sem um
önnur erlendis víg. Það er því skoðað sem víg erlendis.
Nú gilti sú regla um sönnun í málum, er sótt voru hér
á landi um erlendis víg, að þau skyldi sanna með fanga-
kviði.1) Kviðurinn var öðru nafni nefndur sannaðarmenn.
En reglurnar um fangakviðinn voru ólíkar, eptir því hvar
vígið var vegið. Væri vtgið vegið í Noregskoriungsveldi,
Danakonungs eða Svíakonungs, skyldu að minnsta kosti
tveir af sannaðarmönnunum hafa verið í þess konungs-
veldi, er vígið varð í, þegar vígið var vegið2) Væri
vígið vegið í Vesturlöndum eða fyrir sunnan Danaveldi,
var nóg að sannaðarmennirnir hefðu verið í því kon-
ungsveldi, annaðhvort þegar vígið var vegið eða síðar.3)
Væri vígið loks vegið á Grænlandi, þurftu þeir alls eigi
að hafa verið þar út, hvorki þá né síðar. Sönnun um
erlendis víg, hlaut að verða örðug hér á landi. Þar var
sjaldnast hægt að leiða til návistarmenn eða nágranna,
til að bera um vígið. Búakviðurinn varð þar eigi not-
aður. Fangakviðurinn kom þá í hans stað. En sjálfsagt
hefir verið talið að reyna að tryggja það eptir föngum,
að þeir sern fangakviðinn báru, þektu atvik málsins. Sam-
göngurnar við Norðurlönd voru svo miklar, að væri vígið
unnið þar, mátti krefjast þess, að 2 hið fæsta af kvið-
mönnunum, hefðu verið í landinu, sem vígið varð í, sam-
tímis og það var unnið. Jafnaðarlega hefir verið hægt
1) Sbr. Maurer: Altnord. Rechtsgesch V. bls. 646—647, Finsen
í Grágás III. bls. 634, Kernpe: Studier öfver den islándshe }uryn
enligt Grágás bls. 28.
2) Ggr. II. 387.
3) Grg. II. 388.