Andvari - 01.01.1924, Page 53
Andvari Réttarstaða Grænlands að fornu 47
af vígi íslendings í Grænlandi. Hafi mál orðið út af því
þar, er spurningin, hvort það mál verði tekið upp aptur
hér heima. Svarar Grágás þeirri spurningu á þá leið,
að hafi aðilinn sjálfur sótt málið eða sæst á það, verði
að hlíta því, og megi þá ekki taka málið upp á ný hér
á landi. Hafi hinsvegar annar maður en aðilinn sótt
málið á Grænlandi, má taka það upp að nýju hér á
landi; nema hann hafi sótt það til fullrar sektar þ. e.
til skóggangs. Væri vígsmál aptur á móti sótt annars-
staðar erlendis, sýnist jafnan hafa verið hægt að taka
það fyrir á ný hér á landi, nema aðili hefði sæst á það,
Grg. II. 386, sbr. 388. Samkvæmt þessu er svo að sjá,
að málsúrslit fyrir grænlenskum dómstólum hafi meira
gildi hér á landi en málsúrslit fyrir öðrum erlendum
dómstólum. Má vera að það stafi af því, að grænlenskir
dómstólar hafi verið með líku sniði og dómstólar hér á
landi, og því notið meira trausts en aðrir erlendir dóm-
stólar.1) En önnur skýring er þó einnig hugsanleg.
Gengi vígsmálið fram erlendis var engin þörf á að sækja
það að nýju hér á landi. Vegandinn var þá sekur og
engu við það að bæta. Ný sókn á málinu skipti því að
eins máli, að vígsmálið hefði af einhverjum ástæðum ekki
náð fram að ganga erlendis, t. d. þar hefði brostið sönn-
un fyrir sekt þess er sóttur var. I nýja málinu, er hér var
höfðað, átti verjandinn vitanlega rétt á, að koma fram
með varnir eins og í hverju öðru máli. Að sóknaraðili
varð að una við grænlenskan sýknudóm, getur hafa staf-
að af því, að menn hafi talið að verjandanum yrði svo
örðugt um varnargögn hér, að rétt væri af þeim sökum
að láta sitja við þau úrslit er málið hafði fengið í Græn-
landi, þar sem atvik þess höfðu gjörst. Væri það lík
1) Schlegel í Nord. Tidshr. for Oldk. 1832, bls. 149—150.