Andvari - 01.01.1924, Side 58
52
Réttarstaða Grænlands að fornu
Andvari
eingöngu til þess, að taka af allan efa um, að ákvæðið
nái einnig til eyja hér við landið.1)
Orðið »lög« þýðir í fornu máli stundum sama og fé-
lag, félagsskapur.2) Það getur líka þýtt félagsskap um
lög, lagareglur, og þá umdæmi, er sömu lagareglur eða
líkar giltu fyrir. 1 Noregi merkir »lög« þannig lögdæmið,
fylkjasambandið, sem átti sameiginlegt lögþing og laut
þeim lögum, er sett voru á því þingi.3) Hér táknar orðið
því umdæmi sem er stjórnskipuleg heild. En það getur
líka merkt óákveðnara lagaumdæmi, umdæmi þar sem
ekki gilda sömu lög, heldur svipuð lög.4) Allir munu
vera sammála um, að orðin »í órum lögum® merki laga-
umdæmi.5) Ágreiningurinn er um það eitt, við hvaða
lagaumdæmi sé átt. Eptir skoðun Olsens þýðir »í órum
lögum« sama og hér á landi, en eptir skoðun þeirra
Finsens merkja orðatiltækin sitt hvað, og »í órum lög-
um« er þá lagaumdæmi utanlands. Það verður ekkert
fullyrt um það, hver skoðunin sé réttari. Skoðun Olsens
1) Andvari XXIV. bls. 47, Skírnir 84. bls. 217—218.
2) „vildu þeir gjarna Leif í lög laka“, Flóam.s. 2/3, „kaupeyri
man ek fá þér svá mikinn at þú megir ganga í hraustra manna
lög“, Laxdæla (Rvík 1895) 58/185.
3) T. d. Þrændalög, Gulaþingslög og fjölmarga staöi í lögbókun-
um norsku, t. d. innan laga várra, Gulaþl. 3, 9, utan laga várra,
Gulaþl. 102, í lögum várum, Gulaþl. 18, ór öllum lögum, Frostu-
þl. IX. 28.
4) Eyvindur skreyja mátti ekki vera „í norrænum lögum", Eg-
ils saga Skallagrímssonar (Rvík 1910) 49/125.
5) Þórður Sveinbjörnsson þýðir ákvæðið þannig: Siqvis nostra-
tium vel nostris legibus vivens etc. Grágás (útg. 1829) I. bls.
181. Vilhj. Finsen þýðir „lög“ með Lovomraade, Retsgebet, Grg.
III. bls. 644 og ákvæði þetta þannig: Der som en Mand har to
Koner her i Landet eller hvor vore Love gælde, Grg. I. (danska
þýðingin) bls. 224.