Andvari - 01.01.1924, Page 59
Andvari
Réttarstaða Grænlands að fornu
53
getur verið rétt, en þá er annaðhvort að ræða um hugs-
unarleysi hjá þeim, sem ákvæðið rituðu, eða alveg óþarf-
lega mikla nákvæmni. Líkurnar hljóta að vera á móti
þessu hvoru uin sig. Líklegra er að »í órum lögum*
merki eitthvað annað en »hér á landi«. Ef svo er, ef
þau tákna lagaumdæmi utan Islands, getur varla verið
um annað en Grænland að ræða. Til þess bendir einnig
samband ákvæðisins við ákvæðin á undan, eins og þau
eru í Staðarhólsbók. I Konungsbók eru þau með nokkuð
öðrum hætti. Fyrst er í Staðarhólsbók ákvæði um tví-
kvæni í annars konungsveldi en Noregskonungs. Því
næst eru ákvæði um tvíkvæni í Noregskonungsveldi og
loks þetta ákvæði um tvíkvæni hér á landi eða í órum
lögum. Grænland virðist vanta í þessa upptalningu, sem
annars sýnist eiga að vera tæmandi, ef það ekki felst
undir orðunum »í órum lögum«. Það má því segja, að
líkur séu fyrir því að skoðun þeirra Finsens sé réttari
en skoðun Olsen^, en full scnnun eru þær líkur ekki.
En hvað felst þá í því, ef íslendingar hafa talið Græn-
land vera í sínum lögum? Það gæti bent til þess, að
stjórnskipulegt samband hefði verið milli landanna, að
lög, er alþingi Islendinga setti, hefðu einnig gilt á Græn-
landi. En aðrar líkur mæla móti því, að svo hafi verið,
og þessi orð geta líka merkt það eitt, að lög Grænlands
og Islands hefðu að öllu verulegu verið svo lík, að Is-
lendingar hefðu með líkum rétti getað sagt, að Græn-
land væri í órum lögum og þeir töldu Norðurlönd vera
lönd er »vár tungá er á«. Og þó að Grænland og ís-
land væri eigi sama löggjafarumdæmi, þá eru mörg rök
fyrir því, að lög þeirra hafa verið mjög svipuð, enda
fyrirfram líkur fyrir því, að svo hafi verið. Allur þorri
landnámsmannanna á Grænlandi var íslenskur, og þeir
hafa flutt með sér til Grænlands þekkingu á íslenskum