Andvari - 01.01.1924, Page 61
Andvari
Réttarsfaða Grænlands að fornu
55
»mikill höfðingi, ríkur og vinsælU.1) Þegar Þorgrímur
trölli er íalinn annar mestur höfðingi á Grænlandi 2) þá
er vafalaust þar með gefið í skyn að Þorkell Leifsson
sé fremstur höfðingja þar. Gamli bóndi í Eiríksfjarðar-
botni er talinn þingmaðuv Þorkels.3) Þeir feðgar Eirík-
ur, Leifur og Þorkell bjuggu allir í Brattahlíð. Ættin
verður eigi rakin lengra en til Þorkels, en goðorð sýn-
ist vera 5 eign Bratthlíðinga eftir hans dag. Skáld-Helgi
er sagður hafa fært bú sitt í Brattahlíð.4) Á fyrri hluta
12. aldar. búa þar Sokki Þórisson og Einar sonur hans,
og áttu þeir feðgar »mikit vald á Grænlandi ok voru
þar mjök fyrir mönnum«.5) Hafa þeir feðgar vafalaust
átt goðorð. Af þessu má sjá, að tvö goðorð hafa verið
á Grænlandi að minsta kosti, goðorð Eiríksfirðinga eða
Bratthlíðinga og goðorð Einarsfirðinga. Um goðorð Ein-
arsfirðinga er annars ekki getið nema í sambandi við
Þorgrím trölla, en Þorgrímur hefir sennilega verið af ætt
Einars þess, er fjörðinn nam. Bæði eru goðorð þessi í
Eystribygð, enda var mest megin bygðarinnar við þessa
tvo fjörðu. Hugsanlegt væri, að þriðja goðorðið hefði
verið sunnantil í bygðinni, t. d. í Ketilsfirði, en mjög er
það efasamt. Hinsvegar er mjög líklegt, að eitt goðorð
hafi verið í Vestribygð, þó ekki væri vegna annars en
þess hve langt var milli bygðanna, 6 daga róður 6
mönnum.6) Sennilegast er að goðorðin hafi aðeins verið
þrjú, tvö í Eystribygð og eitt í V/estribygð.7)
1) Fóstbrs. 20/84.
2) Fóstbrs. 23/96.
3) Fóstbrs. 23/105.
4) Rímnasafn 1. bls. 161, sjá síðar um lögsögumannsdæmi Helga.
5) Flateyjarb. III. bls. 445.
6) Grl. hist. Mindesm. III. bls. 228, Medd. om Grl. XX. bls. 319.
7) Talið er að 190 bæir hafi verið í Eystribygð, en 90 í Vestri-