Andvari - 01.01.1924, Page 62
56
Réttarstaða Grænlands að fornu
Andvari
Vald goðanna grænlensku má ætla að hafi verið líkt
valdi íslensku goðánna. Heimildirnar segja fátt um það.
Þess var áður getið að þeir áttu þingmenn, og hefir sam-
band þeirra og þingmannanna sennilega verið líkt því
sem tíðkaðist hér á landi. Um störf goðanna á þingum
verður ekkert ráðið af heimildunum. I Grænlendinga-
þætti er Sokki Þórisson látinn hveðja þings til ráða-
gjörðar um setningu biskupsstóls.* 1) Líklega er þar ein-
hver ónákvæmni hjá söguritaranum, en ef svo er ekki,
þá hefðu þingin grænlensku að þessu leyti verið frá-
brugðin íslensku þingunum, sem öll voru skapþing, þ. e.
komu saman á lögákveðnum tímum, án þess að sérstak-
lega væri til þeirra kvatt. I sambandi við skipkomu til
Grænlands er þess getið að Þorkell Leifsson kæmi brátt
til skips og keypti af stýrimönnum og af hásetum þá
hluti, er hann þurfti að hafa.2) Gæti þetta ef til vill bent
til þess, að goðarnir grænlensku hefðu haft líkan rétt til
íhlutunar með kaupmönnum og íslensku goðarnir höfðu.
Um þing Grænlendinga er einkum getið í Fóstbræðra-
sögu og í Grænlendingaþætti Flateyjarbókar. Frásögnin í
Grænlendingaþætti virðist fljótt á litið benda til þess að
tvö þing hafi verið haldin sama sumarið og síðara þing-
inu lokið fyrir mitt sumar.3) Hefir verið talið að fyrra
þingið hafi verið vorþing en hið síðara alþingi.4) En
bygð, Grl. hist. Mindesm. III. bls. 228, Medd. om Grl. XX bls.
320. Vrðu þá rúmir 90 bændur á huert goðorð, og er það nokkru
minna en var hér á Iandi um 1096. Þá komu hér 116 þingfarar-
kaupsbændur til jafnaðar á hvert goðorð fult og fornt, og eru þá
ótaldir þeir bændur, er eigi greiða þingfararkaup, Bisks. I. bls. 28.
1) Flateyjarb. III. bls. 445.
2) Fóstbr.s. 20/84.
3) Flateyjarb. III. 448—451.
4) Daniel Bruun: Erik den Röde bls. 128, 130.