Andvari - 01.01.1924, Page 63
Andvari
Réttarstaða Grænlands að fornu
57
þegar litið er til þess, er sagan segir að gerst hafi milli
þinganna, þá sést af því, að vorþingið hlyti að hafa verið
háð mjög snemma vorsins. Er því líklega hér að ræða
um einhverja ónákvæmni hjá söguritaranum, og líklegra
að ár hafi liðið milli þinganna, enda er ólíklegt að
Grænlendingar hafi haldið tvo þing á ári. Opinber mál
þeirra hafa varla verið svo mörg eða umfangsmikil að
þeim nægði eigi eitt þing ár hvert.
Þingið var háð í Görðum í Einarsfirði, á biskupssetri
Grænlendinga.1) Það var nefnt alþingi. Því nafni er það
nefnt í norskum dómi frá 20. maí 1389,2) m. ö. o. löngu
eptir að landið er komið undir konung, og er auðvitað,
að fyrst þingið heldur því nafni þá, muni það hafa haft
það áður en landið gekk konungi á hönd. Nafnið bendir
til að það hafi verið allsherjarþing fyrir landið alt, enda
er það einnig nefnt »þing þeirra Grænlendinga«.3) Getið
er þess að menn ættu búðir á þingstaðnum og tjölduðu
þær líkt og tíðkaðist á þingunum íslensku.4)
Nafnið á þingi sínu hafa Grænlendingar fengið frá Is-
landi og er þá sennilegt að skipulag og tilhögun öll á
þinginu hafi verið sniðin eftir alþingi íslendinga.
Víst er að dómstörf hafa farið fram á Grænlandi.
Grágás gjörir, eir.s og áður var sýnt, ráð fyrir því að
menn geti orðið sekir á Grænlandi.5) A Garðaþingi er
Þormóður kolbrúnarskáld gjörður sekur um víg Þor-
gríms trölla og Sigurður á Hamri um áverka við Ljót
Þórunnarson.6) Á Garðaþingi fara fram málin út af fé
1) Fóstbr.s. 23/89 Flateyjarb. III. bls 448.
2) Dipl. Isl. III. nr. 367.
3) Flateyjarb. III. 448.
4) Fóstbr.s. 23/89.
5) Grg. II. 389—390.
6) Fóstbr.s. 23/97, 24/116.