Andvari - 01.01.1924, Page 65
Andvari
Réttarstaða Grænlands að fornu
59
hafi farið þar fram. Að lögsögumaðurinn hafi sagt þar
upp íslensk lög, er næsta ótrúlegt, enda verður eigi séð
hvernig hann átti að geta fylgst með í lagasetningu al-
þingis íslendinga, eins strjálar og ferðirnar voru milli
landanna. Hann hefði þurft að sækja árlega alþingi ís-
lendinga, til þess að fylgjast með til hlítar, og er auð-
sætt að því hefir eigi orðið komið við, enda munu bæði
þingin hafa verið haldin á sama tíma árs. Þó því lög
Grænlendinga hefðu í upphafi verið svipuð lögum Is-
lendinga, og til þess getur það bent, auk annars sem
áður er talið, að Islendingurinn Skáld-Helgi verður lög-
sögumaður á Grænlandi, þá hafa þau líkindi smátt og
smátt minkað, af því að þingin hafa eigi fylgst að um
setningu nýmæla. Þegar á fyrri hluta 12. aldar er talað
fullum fetum um grænlensk lög. Grænlendingar skipta
fé Arnbjarnar austmanns »eptir grænlenskum lögum«,
og þegar frændi Arnbjarnar kallar eptir fénu, svarar
Arnaldur biskup því til að hann: »kvaðst féð tekit hafa
eftir grænlenskum lögum« og Einar Sokkason segist
um það mál vilja hafa »þau lög er hér ganga«.!) Eptir
víg Ossurar býðst Ketill Kálfsson til að fara með vígs-
málið »því mér eru kunnug grænlensk lög«.1 2) Bendir
þetta eindregið til þess, að til hafi verið sjálfstætt lög-
gjafarvald grænlenskt. Um setningu biskupsstólsins í
Görðum virðast Grænlendingar setja lög alveg á ein-
dæmi sitt.3) Sama máli mun hafa gegnt um kristnitök-
una á Grænlandi.4) Annars segja heimildirnar fátt um
lög eða réttarástand Grænlands, fram yfir það er hér
1) Flateyjarb. III. bls. ‘148.
2) Flateyjarb. III. bls. 450.
3) Flateyjarb. III. bls. 445.
4) Fornms. II. bls. 245- 246, Heimskr. (Khöfn 1911) bls. 170.