Andvari - 01.01.1924, Síða 66
60
Réttarstaða Grænlands að fornu
Andvari
hefir verið getið um. Sumt bendir þó til þess að lög
Grænlendinga hafi verið að nokkru frábrugðin íslensk-
um lögum. Þannig er þess getið, að sá, er bjarndýr
vann á Grænlandi, skyldi fá verðlaun fyrir, gjald sem
allir bændur sýnast hafa verið skyldir til að greiða, og
sagan nefndir bjarngjöld.1) Það sýnist ekki að eins vera
nágrannarnir, sem bjarngjöldin eigi að greiða. Þorgils
örrabeinsstjúpur vinnur bjarndýr í Eiríksfirði og heimtir
bjarngjöld í Vestribygð. Þessháttar verðlauna er hvergi
getið hér á landi, hvorki í Grágás né annarsstaðar. I
Noregi sýnast menn aptur á móti stundum hafa lagt fé
til höfuðs björnum,2) og í Svíþjóð voru bjarngjöld bein-
línis í lögum í sumum héruðum.3) Grænlendingar ráð-
stafa fé því, er finst með líkum þeirra Austmannanna,
Arnbjarnar og félaga hans, þannig, að þeir leggja nokk-
uð af því til biskupsstólsins fyrir sálum þeirra, en hinu
skipta finnendur með sér. Er þetta beinlínis sagt gert
að grænlenskum lögum.4) Sé rétt frá þessu sagt, hafa
grænlensk lög í þessu efni verið frábrugðin íslenskum
lögum. Samkv. Grg. I. b. 133—135, II. 534—537,
skyldi að vísu greiða legkaup og líksöngseyri af fénu,
en afganginn skyldi geyma þar til erfingjar kæmu til.
Hér að framan hefir verið sýnt, að í Grænlandi var
til sjálfstætt höfðingjavald og sjálfstætt þing með dóms-
valdi og löggjafarvaldi. Nýlendan í Grænlandi hafði því
hjá sjálfri sér og fyrir sig sjálfa það stjórnvald, er sjálf-
stætt ríki þurfti að hafa á þeim tímum. Niðurstaðan
verður því sú, að Grænland var sjálfstætt lýðveldi, sniðið
eptir íslenska lýðveldinu, en algerlega óháð því.
1) Flóams. 26/50.
2) Egils saga Skallagr. 57/167, Finnboga saga (Rvík 1897) 11/23.
3) Suderml. Bygn. b. 27, 1.
4) Flateyjarb. III. 448.