Andvari - 01.01.1924, Side 67
Andvari
Réttarstaða Grænlands að fornu
61
Lýðveldinu grænlenska lauk er Grænlendingar gengu
á hönd Hákoni konungi Hákonarsyni árið 1261. Það
sem heimildirnar segja frá þeim atburðum, bendir alt
ótvíræðlega til þess að Grænland var óháð Islandi og
sjálfstætt ríki. Hákon konungur gjörði sérstakar ráðstaf-
anir til þess, að Grænlendingar gengi sér á hönd. Þess
hefði varla þurft, ef Grænland hefði verið hluti af ís-
lenska ríkinu. Það hefði þá fylgt Islandi undir vald kon-
ungs. Arið 1247 sendi hann þá Heinrek biskup Kárs-
son til íslands og Olaf biskup til Grænlands, báða sama
erindis: »at flytja þat erindi við landsfólkit að allir ját-
aðist undir ríki Hákonar konungs ok slíkar skattgjafir,
sem þeini semdi.®1) Um gang þessa máls í Grænlandi
eru engar sagnir, en haustið 1261 koma þeir til Noregs
utan af Grænlandi Oddur af Sjöltum, Páll Magnússon
og Knarar-Leifur.2) »Þeir höfðu verit út IIII vetr ok
sögðu at Grænlendingar hefði gengið undir skatta, svá
ok skyldi bæta öll manndráp við konung, hvárt sem
drepnir væri norrænir menn eðr grænlenskir, ok hvárt
sem þeir væri drepnir í bygð eðr Norðrsetu ok alt
norðr undir stjörnu skyldi konungur þegngildi taka,«3)
Frásögn þessi sýnir að Grænlendingar gengu konungi á
vald, að minnsta kosti ári áður en íslendingar gjörðu
fyrsta sáttmála sinn við konung. í öðru lagi sést það af
1) Fornms. X. bls. 23—24, Eirspennill (Kria 1916) bls. 624.
2) I Grl. hist. Mindesm. II. bls. 778 er þess getið til, að þessir
menn muni hafa verið Grænlendingar. Það mun ehki rétt. þeir
munu hafa verið norskir kaupmenn. Til þess bendir það að þeir
höfðu verið 4 vetur út. Bæjarnafnið Sjölt eða Sjaltar þekkist eigi
á Grænlandi en bær með því nafni hefir verið nálægt Björgvin,
nú Sjold í Birkelands sókn. Munch: Det norske Folks Hist. IV.
1, bls 381.
3) Fornms. X. bls. 111 — 112, Konungasögur (Kria 1873) bls. 458.