Andvari - 01.01.1924, Síða 69
Andvari
Réttarstaða Grænlands að fornu
63
Konungur segir þar: »formerktum vér í sannleika að
þar skyldi vera gjörður nokkur sáttmáli og skildagi upp
á beggja síður, að frá Noregi til Grænlands skyldi sigla
tvö skip hvert ár, hér frá Noregi til Grænlands og færa
þangað alla góða og nytsamlega vöru, sem landinu og
almúga væri til besta*.1) I gamla sáttmála áskilja Islend-
ingar að 6 skip sigli til Islands, og sé þetta sérstakt
viðaukaákvæði um Grænland úr sáttmálanum, þá er
næsta einkennilegt, að það skuli vanta í allar afskript-
irnar, sem til eru af gamla sáttmála. Hefði sáttmálinn
haft að geyma fleiri sérákvæði um Grænland ætti að
mega sjá einhverjar menjar þeirra enn. Ef konungsbréfið
sannar nokkuð, þá sannar það, að sérstakur skriflegur
sáttmáli hefir verið gjörður milli konungs og Grænlend-
inga, og þannig skildi Finnur Magnússon bréfið.2) Bréfið
sýnir þá líka að sáttmálinn við Grænlendinga var annars
efnis en sáttmálinn við íslendinga.
Það að Grænlendingar gengu Noregskonungi á hönd
1261 sýnir, að þeir voru eigi í stjórnskipulegu sambandi
við Noreg fyrir þann tíma, og því eigi norsk nýlenda að
lögum. Er óþarft að rekja það atriði nánar. Að eins skal
það tekið fram að frásögn Færeyingasögu, um að Olaf-
ur helgi hafi skattgilt Grænland,3) mun ekki vera rétt,
enda styðst hún eigi við aðrar heimildir.4)
Eins og sýnt hefir verið hér að framan, sýna heim-
ildirnar að bygðin forna í Grænlandi var sjálfstætt og
fullvalda ríki, óháð öllum öðrum ríkjum, alt fram til 1261,
er Grænlendingar játuðust undir vald Hákonar konungs.
1) Grl. hisl. Mindesm. III. bls. 202.
2) Grl. hist. Mindesm. III. bls. 200.
3) Fla.eyjarb. II. bls. 241.
4) Heimskr. bls. 302, sjá ennfremur Andvara XXXV. bls. 30,
Grl. hist. Mindesm. III. bls. 444—448.