Andvari - 01.01.1924, Page 72
66
Háslfólinn
Andvari’.
sem ég hef starfað í um 6 ára skeið. En sama hafa
sjálfsagt allir samkennarar mínir gert. En þeir hafa ekkif
að undanskildum þeim sem á þingi sitja, tekið veruleg-
an þátt í umræðunum um háskólann. Astæðurnar eru
auðsæjar. Þeir hafa heldur viljað sinna starfi sínu en,
ræða urn það. Háskólinn er enn of ungur til þess að
hægt sé að kveða upp dóm um hann. Það er ekki heppileg
ræktunaraðferð að rífa jurtina við og við upp úr mold-
inni til þess að gæta þess, hvort hún hafi fest rætur.
Að sumum hefur verið veizt persónulega, og það er
varla von, að neinn vilji taka þátt í umræðum um niður-
skurð á sjálfum sér. — Nú stendur svo á fyrir mér, að
enginn þarf að halda, að ég sé að verja mitt eigið máþ
þar sem mér hefur verið boðin og veitt staða við annan,
háskóla. Ég er rifinn upp með rótum frá starfi mínu
hér og fyrirætlunum, og get ekkert mist í því efni. Þess-
vegna gríp ég tækifærið að segja álit mitt um þetta máL
II.
Þegar1) Háskóli Islands var stofnaður, árið 1911, var
þar í raun og veru ekki um mikla nýjung að ræða.
Embættismannaskólarnir þrír, sem fyrir voru, prestaskóli,
læknaskóli og lagaskóli, voru sameinaðir. Við var bætt
tveimur kennurum í íslenzkum fræðum, þeim vísindum,
sem oss ber bæði nauðsyn og skylda til að leggja rækt
við, enda á mikill hluti þeirra ekki athvarf við neinn
annan háskóla. Þessir tveir kennarar og kennarinn f
forspjallsvísindum, sem áður hafði verið einn af kenn-
1) Efnið í II. og IV. kafla þessarar greinar er að nokkru leyti sama
og í skrásetningarræðu minni við setningu háskólans haustið 1922.