Andvari - 01.01.1924, Síða 75
Andvari
Háskólinn
69
Þar er ekki nema um fjórar námsgreinir að ræða, og
líklegt, að bráðlega verði þar þröngt fyrir dyrum. Þó að
Kaupmannahöfn væri fyrir ýmissa hluta sakir óheppi-
legur dvalarstaður íslenzkum stúdentum, átti hún þó margt
til síns ágætis í samanburði við Reykjavík. Bærinn er
gamall mentabær og opnar heimaalningnum íslenzka
óteljandi ný útsýni. jafnvel erjurnar og andúðin milli
Dana og vor gátu leitt til góðs. Hafnarstúdentar voru
yfirleitt miklu betri Islendingar en Reykjávíkurstúdentar.
En mest var um það vert, að Hafnarháskóli er svo stór
og öflug kenslustofnun og vísinda, að leiðir eru þar við
hvers manns hæfi og enginn neyðist þess vegna til þess
að nerna annað en það, sem honum leikur hugur á. Nú
er hætt við. að vér eignumst altof marga kandídata í
þeim fáu greinum, seni kendar eru hér við háskólann,
og margir þeirra verði menn, sem vildi hafa numið
annað. En fjöldi kandídata er hætt við að leiði í litlu
þjóðfélagi til fjölgunar embætta, en það aftur til lélegri
launa. En fjölmenn og illa launuð embættismannastétt
er hætt við að verði ónýt og jafnvel spilf. Það er með
embættismenn eins og seðla: bezt að gefa ekki fleiri út
en hægt er að gulltryggja, annars lækkar gengið. Auk
þess vantar oss hæfa menn í öðrum greinum og verðum
að notast við það sem til er: flestir kennarar við æðri
skóla verða guðfræðingar og lögfræðingar o. s. frv.1)
Vér fáum stúdenta, sem eru óánægðir með nám sitt og
óska sér mörg hundruð mílur burt frá háskólanum, og
þjóðin verður óánægð með tóma heimaalda embættis-
menn með þröngvari sjónhring og fátækari mentun. Það
er ekki einu sinni svo vel, að þessi einangrun efli íslenzkt
1) Smbr. grein )óns Ofeigssonar, Ulanfarir, Skírnir 1922, bls.
109—110.