Andvari - 01.01.1924, Page 76
70
Háskólinn
Andvari
þjóðerni. Einmitt heimaalningarnir eru fíknari í erlendar
nýjungar af öllu tæi og ósjálfstæðari gagnvart þeim, en
þeir sem sjálfir hafa víða farið og hafa margt til saman-
burðar.
Enn eitt stuðlar að því að gera háskólann öðruvísi en
til var ætlazt. Á síðustu árum hafa afurðir landsmanna
og vinnulaun fallið stórum, en í Reykjavík helzt afskap-
leg dýrtíð, einkum á húsnæði. Stúdentar lifa margir á
lánsfé og kenslu, berjast í bökkum, þykjast góðir ef þeir
Ijúka prófi, hvað sem annari mentun líður. Fyrir Garð-
styrkinn gat hver stúdent í Höfn lifað áhyggjulausu lífi
í fjögur ár, og þau ár gáfu mörgum manni ómetanlegt
tækifæri til þess að menta sig og þroskast, jafnframt því
sem hann las í hægðum sínum til embættisprófs. Nánis-
styrk hér við háskólann er nú úthlutað svo, að hann
hjálpar öllum lítið, engum til hlítar. Stúdentagarður bætir
að vísu kjör stúdenta stórum. En um leið á að efla
heilbrigða samkepni meðal stúdenta og koma upp fyrir-
myndar-lærisveinum með því að hafa vissa tölu náms-
styrkja, sem væri svo háir, að nægði stúdentinum til
nauðsynlegra þarfa. Hinir fengi lítið eða ekkert. Þetta
kann að þykja miskunnarlaust, en svo er um alla baráttu
fyrir lífinu.
Nú hefur verið bent á þær breytingar, sem á hafa
orðið síðan háskólinn var stofnaður og þá var örðugt
eða ómögulegt að sjá fyrir. Næst er að athuga, hver
breyting hefur verið gerð á háskólanum sjálfum til þess
að laga hann eftir tímanum og kröfum hans.
Tvær deildir háskólans, guðfræðisdeild og lagadeild, eru
alveg óbreyttar að kennaratölu og skipulagi, nema hvað
guðfræðingar taka nú próf í grísku hjá einum kennara
heimspekisdeildar. Læknadeildin hefur vaxið allmikið að
kenslukröftum, alt eftir sínum eigin kröfum, og heyrist