Andvari - 01.01.1924, Page 77
Andvari
Hásl«51inn
71
ekkert fundið að viðgangi hennar. En langmestar hafa
breytingarnar orðið í heimspekisdeildinni. Þar er dósent-
inn í Islandssögu orðinn að prófessor, og var það
reyndar ekki nema lítil breyting og sjálfsögð. En við
hefur verið bætt þrem kennurum: dósent í klassiskum
fræðum, prófessor í hagnýtri sálarfræði og aukakennara
í íslenzkri málfræði (ekki fast embætti, en sama mann-
inum hefur verið veittur styrkur til kenslu í 9 ár samfleytt).
Það er nú bersýnilegt, að þessar breytingar eru altof
smávægilegar til þess að heimtað verði af háskólanum,
að hann fullnægi alt öðrum kröfum nú en 1911. Heim-
spekisdeildin er eftir sem áður ekkert annað en deild
fyrir forspjallsvísindi og íslenzk fræði. Enda er satt bezt
að segja, að öll þessi nýju embætti eru ástgjafir Al-
þingis, sem deildin hefur ekki beðið um, en þegið þakk-
samlega þegar þau voru boðin og mælzt til að fengi að
standa, þegar lagt var til að leggja þau niður.
Ef betur er að gáð, koma tvö af þessum embættum
lítið við tilgangi deildarinnar: eflingu íslenzkra fræða.
Dósentsembættið í klassiskum fræðum var ætlað sem
uppbót fyrir það, að grískan var alveg afnumin í menta-
skólanum. Það mun hafa vakað fyrir þingmönnum, að
illa færi á því fyrir landa Brynjólfs Sveinssonar og Svein-
bjarnar Egilssonar, ef enginn maður á landinu væri læs
á grísku, frægasta mentamál veraldar. Aðalstarf grísku-
kennarans er í guðfræðisdeild, þar sem undirbúningspróf
i grísku er nú heimtað af nemöndum. Hitt er ekki nema
aukaatriði, að hann hefur lesið norræn latínurit með ís-
lenzku-nemöndunum, þótt æskilegt sé í sjálfu sér. —
Kennaraembættið í hagnýtri sálarfræði var stofnað í
tvennum tilgangi: til þess að kenna Islendingum að
»strita með viti« og til þess að gefa einum bezta og
fjölhæfasta rithöfundi vorum tækifæri til ritstarfa. Þó að