Andvari - 01.01.1924, Page 78
72
Háskólinn
Andvari
það vaeri ávinningur, að hann kendi við háskólann, eftir
því sem vinna hans leyfði, var þó talsvert af starfi hans
utan háskólans (hann hefur verið sjálfsagður ráðunautur
í ýmsum atvinnumálum) og talsvert af háskólastarfi hans-
utan heimspekisdeildar.
Alt öðru máli gegnir um þriðju stöðuna: dósents-
embætti fjárlaganna. Það er í beinu samræmi við til-
gang deildarinnar, og myndi sjálfsagt hafa verið beðið
um það, þó að þingið hefði ekki boðið það.1) Bók-
mentasaga, ritskýring og málfræði er of umfangsmikið
og sundurleitt viðfangsefni til þess að hægt sé að bú-
ast við, að einn maður vinni vísindalegt verk í öllum
þeim greinum, þó að hann kæmist yfir að kenna þær„
En hitt verður að segja eins og er, að æskilegra hefði
verið, að staða þessi hefði frá upphafi verið föst staða
og deildin átt kost á að velja mann í hana samkvæmí
lögum háskólans. Um það efni var hún vafalaust dóm-
bærari en þingið.
Eg hef heyrt menn ámæla háskólanum og heimspekis-
deildinni fyrir að hafa »þegið« kennarana í klassiskum -
fræðum og hagnýtri sálarfræði. Þó að ég ætti þar ekki
hlut í, og þó að reynslan hafi sýnt, að gjafir geta orðið
hættulegar, þá finst mér háskólinn ekki verða um neitt'
sakaður í því efni. Eg held, að enginn háskóli í víðri
veröld hefði svarað boði Alþingis öðruvísi. Kennarinn í
hagnýtri sálarfræði var dr. phil. frá þeim háskóla, sem
er rétt-nefndur móðurháskóli vorrar litlu stofnunar, og
að öllu fullgildur maður. Kenslugrein hans gat komið
(og hefur komið) stúdentum að margvíslegum notum.
Það hefði verið óþolandi ókurteisi við hann og tortrygni
1) Sjá t. d. ræöu Björns M. Ólsens á stofnunarhátíö háskólans
17. júní 1911, Árbók H. í. 1911-12, bls. 12.