Andvari - 01.01.1924, Side 79
Andvari
Háskólinn
73:
viÖ þingið að neita boði þess. Sama máli gegnir um
kennarann í klassiskum fræðum, sem er mætur og þjóð-
kunnur mentamaður, enda háskólanum vafalaus auðgun
að þeirri kenslugrein. Engum gat dottið í hug, að þetta
væri rasgjafir, sem irinan skamms yrði taldar eftir af
þingi og þjóð. M. a. hefur það verið notað að árásar-
efni á heimspekisdeild, að þar væri fleiri kennarar en.
stúdentar. Þessi útkoma fékst með því ráðvandlega reikn-
ingslagi að telja alla kennarana 6, en sleppa alveg nem-
endum þriggja þeirra: kennarans í forspjallsvísindum (úr
öllum deildum), kennarans í klassiskum fræðum (úr guð-
fræðisdeild) og kennarans í hagnýtri sálarfræði (úr öllum
deildum).1) Á árunum 1911—17 voru engir fastir nem-
endur í íslenzkum fræðum, og var ekki að fundið, sem
rétt var, því að þeir kennarar eiga framar öllu að vera
vísindamenn. Nú eru sex nemendur í þeim fræðum (fyrir
utan erlenda stúdenta), en þrír hafa nýlokið prófi. Næsta
árásarefnið (og fult eins skynsamlegt) verður líklega, að
nemendur í heimspekisdeild sé alt of margir!
Kennaraembættin í klassiskum fræðum og hagnýtri
sálarfræði eru nú tekin að vaxa mönnum svo í augum,
að mælt er, að til sé þingmenn, sem hafi afnám þeirra
sem helzta lið á stefnuskrá sinni. Háskólinn verður að
taka þeim umræðum með stillingu: þingið gaf og þingið
tók. En hvort þingsins nafn verður lofað fyrir slíka
samkvæmni í starfi sínu, er annað mál. Og enn eitt:
eru þessi embætti ekki að verða nauðsynlegur liður í
íslenzkum stjórnmálum? Upp á hvað eiga sumir þjóð-
1) Auðvilað var þess heldur ekhi getið, að fjöldi námsmanna,.
kennara og menlamanna sækir fyrirlesfra þá, sem kennarar heim-
spekisdeildar halda fyrir almenning, og myndi fleiri gera, ef hús-
rúm leyfði.