Andvari - 01.01.1924, Page 80
74
Háskólinn
Andvari
skörungarnir að bjóða sig fram næst, ef þau verða af-
numin?
En jafnvel við afnám þessara embætta vilja sumir
menn ekki nema staðar. Heimspekisdeildin öll á að
gjalda kurteisi sinnar við þingið og fara sömu leið. Það á
að ráða bót á vandkvæðunum í mentamálum vorum með
því að skerða háskólann frá 1911. Um þetta atriði, sem
enn hefur ekki komið fram nema á þingmálafundum, er
rétt að fara fám orðum. t
III.
Tillaga þessi hefur komið fram sem bjargráð í fjár-
kreppu þjóðarinnar, en erfitt er að tala um málið í alvöru
frá því sjónarmiði. Því að fyrst og fremst er upphæð
sú, sem sparast myndi (einkum í bráðina, meðan sumir
kennarar nyti biðlauna og sjá yrði stúdentum þeim, sem
nú eru í deildinni, fyrir styrk til þess að ljúka námi er-
lendis), hverfandi lítill hluti af útgjöldum ríkisins, og I
öðru lagi vita bæði guð og menn, að íslenzka ríkið og
þjóðin eru ekki komin í fjárkreppu vegna útgjaldanna
til heimspekisdeildar, né annara embætta, sem til voru
fyrir 1914. Það eru góðar reglur að stemma á að ósi,
eins og forfeður vorir sögðu, og leita peninganna þar,
sem þeim hefur verið týnt, eins og Englendingar segja.
Fjárkreppunni valda. hér eins og annarsstaðar, ógæti-
legar ráðstafanir kaupsýslumanna, hófleysi almennings á
veltiárunum, sem enn eimir eftir af, vitlausar áætlanir
verkfræðinga, sem teygt hafa þjóð og bæjarfélög út í
fyrirtæki, sem þau rísa illa undir, aukin stjórnarútgjöld
(t. d. árlegt þinghald og afleiðingar þess) og hin nýju
embætti styrjaldaráranna. Ef sparsemdarmenn landsins
(eins og sparnaðarnefnd þingsins frá 1922) finna engin