Andvari - 01.01.1924, Síða 82
76
Háskólinn
Andvari.
bókmentum og sögu alla frægð sína að þakka, getur
ekki gert sig hlægilega með því að hafa háskóla, þar
sem þau fræði eiga engan griðarstað. En afnám há-
skólans myndi vekja eftirtekt. Því að með öðrum þjóð-
um eru þær stofnanir í heiðri hafðar og þykir mikils-
um vert, að þær eigi sér sem lengsta samfelda sögu og
erfðavenjur. Þar er ekki siður að stofna og afnema há-
skóla eftir því hve hátt er í sjóðnum, eins og fjölskylda
eykur við sig vinnukonu eða sparar hana eftir því sem
fjárhagurinn er í svipinn. Þessvegna myndi umheimur-
inn telja víst, að þjóðin væri að verða gjaldþrota, og
gæti það ef til vill haft meiri afleiðingar fyrir fjármála-
stöðu vora en margan grunar. — Það er óhætt að
segja, að háskóli í landinu sjálfu, þótt lítill sé, eykur
meir veg þess en nokkrir sendiherrar erlendis.
Þegar háskólinn hefði verið lagður niður, mætti fara
að ráðstafa eigum hans. Sjálfsagt væri vel við eigandi,
að Sáttmálasjóður, íslenzka deildin sem ríkið ávaxtar nú,
yrði Landhelgissjóðnum samferða. Þá myndi landið erfa
Dánarsjóð Björns M. Olsens, sem hann gaf háskólanum
til eflingár íslenzkum fræðum, því að honum hefur í
erfðaskrá sinni láðst að gera ráð fyrir því, að háskólinn
(eða heimspekisdeildin) yrði lagður niður. Virðist vel
hæfa, að fyrir það fé væri keyptur veglegur vindhani á
Alþingishúsið til minningar um, að einu sinni hefði verið-
háskóli undir því þaki. Bókasafn prófessors Finns ]óns-
sonar, sem hann hefur ánafnað Háskóla Islands (heim-.
' spekisdeild) eftir sinn dag, yrði líklega að afhenda há-
skólanum á Hvítárbakka.
Ef til vill væri ráðlegt að bjóða háskólanum í Kristi-
aníu til eignar handritasöfn vor, með því skilyrði, að þar
yrði haldið áfram þeim þrem kennaraembættum í íslenzk-
um fræðum, sem hér yrði afnumin. íslendingum er það