Andvari - 01.01.1924, Síða 83
Andvari
Háskólinn
77
sjáifum fyrir verstu, að hér skuli vera fult af ókönnuðu
og óútgefnu efni, ef þeir hafa enga menn, sem kostur
gefst á að kanna það. Norðmenn una því sárilla, að öll
eldri handrit þeirra og söguheimildir eru í Kaupmanna-
höfn. Þarna gæti þeir fengið nokkrar bætur. Kann ég
þá ilia höfðingslund frænda vorra, ef þeir taka ekki
þessu boði.
En nú er nóg komið um þessa fáránlegu bjargráða-
tillögu. Eg skal nú víkja að ráðunum til þess að bæta
úr annmörkum þeim á embættismannamentun vorri, sem
breytingar síðasta áratugs hafa valdið. Ef til vill verður
þeim lítill gaumur gefinn nú, a. m. k. af þeim mönnum,
sem aldrei þykir fé ofeytt í skriffinsku og gáleysislegar
verklegar framkvæmdir, en teija eftir hvern eyri, sem
miðar að því að efla menningu og heilbrigði þjóðarinn-
ar. En fyr eða síðar hlýtur þjóðin að skilja, að án góðr-
ar embættisstéttar sýkist alt þjóðlífið, og án þess að vér
eigum hámentaða forgöngumenn fer jafnvei alþýðument-
un vor í hundana.
IV.
Eg þykist hér að framan hafa sýnt fram á, að stofn-
un háskólans hafi á engan hátt raskað mentamálum
vorum, heldur einmitt verið spor í rétta átt, þótt lítið
væri. Það sem aflaga fer, er að kenna breyttri afstöðu
háskólans til annara stofnana. Henni verður að kippa í
lag. Háskólanum sjálfum hefur ekki verið breytt svo,
að hann geti orðið því vaxinn að bæta stúdentum upp
utanfarir þær, sem þeir áður áttu kost á, — og það
væri fásinna að ætla að breyta honum í þá átt. Breyt-
ingar þær, sem þingið hefur gert á háskólanum, virðast
hafa verið gerðar af rasanda ráði, ef dæma má eftir