Andvari - 01.01.1924, Síða 84
78
Háskólinn
Andvari
sinnaskiftum sumra þingmanna. Þetta ætti að hvetja
þingið til varúðar framvegis. Tillögur um niðurskurð geta
líka verið hvatvíslegar. Ekkert er sennilegra en að heim-
spekisdeildin yrði endurreist eftir fáein ár, þótt hún yrði
lögð niður nú. Yrði þá afnám hennar um stundar sakir
landinu bæði til skammar og skaða og öllu samfeldu
starfi deildarinnar til niðurdreps.
Þó að undirbúningsmentun til stúdentsprófs sé eitt af
helztu skilyrðum heillaríkrar háskólafræðslu, skal ég ekki
ræða um hana, enda yrði það of langt mál. Frá háskól-
anna sjónarmiði er það í hverju landi æskilegast, að frá
lærðum skólum komi hæfilega rnargir, vel valdir og vel
mentaðir stúdentar. En á hinn bóginn má segja, að stúd-
entsmentun þurfi ekki að vera nein sérréttindi emb-
ættismanna, hún sé til margra hluta nytsamleg, og tölu
kandídata megi takmarka án þess tala stúdenta sé það.
Það er mikið til í þessu, en þá er að gera eitthvað til
þess að takmarka tölu kandídata. Nú ætla ég að gera
ráð fyrir, að frá Hinum almenna mentaskóla haldi áfram
að koma 30—40 stúdentar árlega og annar mentaskóli
komi á Akureyri með 15—20 stúdenta árlega. Hvernig
á þá að komast hjá því, að alt of margir stúdentar þyrp-
ist í háskólann í Reykjavík, svo að vér höfum fjölda af
atvinnulausum kandídötum í þeiin greinum, sem kendar
eru þar, en vanti menn í aðrar greinir, þar sem sækja
verður nám úr landi?
1) Hver háskóladeild verður að ákveða, hve marga
kandídata sé nægilegt að útskrifa á ári að meðaltali, og
fari tala stúdenta í deildinni eftir því. A hverju vori fari
fram próf fyrir nýsveina hverrar deildar. Stúdent, sem
nær ekki vissri lágmarkseinkunn við það próf, getur ekki
haldið áfram námi í deildinni. Standist fleiri prófið en
deildin getur veitt viðtöku, verða þeir teknir, sem hærri