Andvari - 01.01.1924, Side 86
80
Háskólimi
Andvar
sem kostur væri á. — En með þessu er ekki fylt það
skarð, sem afnám Garðstyrks varð fyrir íslenzka stúdenta
og íslenzkar mentir. Því verður að bæta annari tillögu
við þessa.
2) Landið styrkir á ári hverju 4—6 menn til utan-
farar og lætur þá halda þeim styrk um 4—5 ára skeið.
Styrkur þessi er þeim skilyrðum bundinn, að stúdentinn
leggi stund á einhverja þá námsgrein, sem stjórnin telur
landinu þörf á að fá mann í, og nemi hana við þann
háskóla, sem stjórnin telur fullgildan í þeirri grein.
Um þessa tillögu get ég verið fáorðari vegna þess, að
hún er í aðalatriðum samkvæð tillögu ]óns Ofeigssonar,
sem hann hefur rökstutt ágætlega í grein sinni um utan-
farir (Skírnir, 1922). Nú eru íslenzkir stúdentar erlendis
styrktir í fullri blindni, og ráða því utanfarir sem stend-
•ur ekki bót á yfirvofandi mannþurð í sumum greinum,
en mannþröng í öðrum. Nú er það ákvæði eina tak-
■mörkunin, að stúdentar þessir nemi einhverja grein, sem
er ekki kend í Reykjavík — og jafnvel það er vanhugs-
að. Því að auðsætt er, að Háskóli Islands myndi setja
talsvert ofan ef allir kennarar hans væri kandídatar frá
honum sjálfum. Þeir menn, sem vér sendum utan til
ýmissa háskóla, yrði að vera einvalalið, og gæti enginn
hlotið utanfararstyrk nema hann hefði sérstök meðmæli
kennara sinna fyrir ástundun og skapfestu og hæfileika
til náms þess, sem hann ætlaði að leggja fyrir sig. ]ón
Ofeigsson leggur til, að styrkur þessi verði vaxtalaust
lán, og má vera það væri heppilegt. En að sjálfsögðu
yrði hver sá maður, sem ílendist erlendis, að endurgreiða
styrkinn. Vonandi yrði það ekki oft, sem slíkt kæmi fyrir,
því að flesta myndi ísland draga heim, ef þeir ætti þar
nokkurs kosti.
Ef þessar tillögur væri teknar til greina, og séð yrði