Andvari - 01.01.1924, Síða 91
Andvari
Háskólinn
85
þjóðmenjavörður), sem leiðbeindi stúdenium og almenn-
ingi hver í sínum sérfræðum. Þetta myndi vera ávinn-
ingur bæði fyrir sjálfa þá og háskólann. Það er marg-
athugað, að hverjum vísindamanni er það holt í starfi
sínu að hafa einhverja kenslu á hendi. Með því móti
fer hann víðar yfir í fræðum sínum en ella myndi,
heldur við og eykur almenna mentun sína, sér betur,
hvar mest er þörf á nýjum rannsóknum, og gleymir síð-
ur sambandi vísinda og menta. Oss hefur ekki skort
fræðimenn, en þeir hafa einangrazt hver í sínu horni,
ekki hugsað um yfirlit og samhengi, af því að þeir höfðu
enga lærisveina, sem gæti kent þeim, hvar skórinn krepti.
Þessvegna eigum vér enga sögu íslands né íslenzkra
bókmenta, enga víðsýn yfir menningu vora og saman-
burð við menningu annara þjóða. Fræðadeild, sem fengi
að starfa samfleytt í nokkura áratugi, myndi fremur ráða
bót á þessu en margir einangraðir vísindastyrkir. Hún
myndi koma skipulagi á íslenzka starfsemi í þeim efn-
um, og geta gefið stjórn og þingi ráð, sem yrði heilla-
drjúg bæði til framkvæmda og sparnaðar. Efast t. d.
nokkur maður um, að heppilegri ráðstafanir hefði mátt
gera um íslenzku orðabókina og 1000 ára minningarrit
alþingis, ef þingið hefði þar frá upphafi kært sig um að
hafa fræðimenn í ráðum? Það sé fjarri mér að telja
það fé eftir, sem lagt er hér til vísinda og lista af
nokkru tæi. Verstu úlfaldar fjárlaganna hafa aldrei verið
í þeim flokki. En þó má benda á það, að Islendingar
væri orðnir misvitrir, ef þeir reisa leikhús og myndasöfn
í Reykjavík með ærnum tilkostnaði og klekja út málur-
um og myndhöggvurum tugum saman, en reyna að leggja
í rústir bókmentir og söguvísindi, þær greinir, sem þeir
hafa jafnan staðið framarlega í, og um eitt skeið fremstir,
enda koma einar alþýðu manna í sveitum að notum. Eg