Andvari - 01.01.1924, Page 93
.Andvari
Þrætan um Grænland.
Eftir Einar Benedilrtsson.
]eg hef áður með ýmsum blaðagreinum, og nú síðast
í »Eimreiðinni«, leitast við að skýra fyrir almenningi
nokkur meginatriði úr sögu Grænlands, í þá átt að sýna
fram á rjett Islands yfir hinni fornu nýlendu vorri, og
hef jeg sjerstaklega haldið því fram, að enginn efi muni
geta talist um þá rjettarstöðu hinnar miklu Vestureyjar,
allt frá landnámi Islendinga á Grænlandi og til þess tíma,
er þeir voru liðnir undir lok, að dómi allra merkustu
höfunda vegna þeirrar aðalorsakar, að kor.ungar þeir,
>er tóku við skyldum gamla sáttmála, vanræktu þær, en
bönnuðu öðrum jöfnum höndum siglingar og verslun við
landið. Efalaust hafa drepsóttir, árásir Skrælingja, ef til
vill ásamt ránskap annara þjóða, og loks kynblöndun við
frumbyggendur landsins, valdið miklu um hinn hryggi-
lega þjóðardauða vestra. En allar þessar orsakir gátu
einmitt vegna þess orðið banvænar, að sambandinu var
slitið við Noreg. Sú spurning, sem jeg því vildi setja
hjer fram og leitast við að svara að nokkru, er þessi:
Hafa hinir erlendu konungar numið Grænland að nýju,
með endurstofnun einokunarinnar yfir Skrælingjum, á
rústum íslenskra byggða þar í landi, sem eyðilagðar
voru fyrir samningsrof og einhliða vanrækslu þeirrar um-