Andvari - 01.01.1924, Síða 94
88
Þrætan um Grænland
Andvari
boðslegu valdstjórnar, er nýlenda íslands, með móður-
landinu, tók yfir sig að frjálsum sáttmála?
Þær sagnir, sem byggjandi er á, um bólfestu eða til-
vist íslenskra manna á Grænlandi, ná ekki lengra fram
en nálægt miðri ló^öld. En á hinn bóginn er ekki hægt
að neita því, að íslensk byggð kunni að hafa haldist þar
miklu lengur. í páfabrjefi einu (1448) er þannig skýrt
frá, að þá sjeu níu kirkjusóknir enn til í landinu. En
yfir það tímabil, sem Grænland síðan hefur verið óbyggt
og ónumið af siðuðum mönnum, nær rjettur íslands
óskertur til nýlendunnar, samkvæmt þeirri eðlilegu megin-
setning, að eignarrjettur, sem eitt sinn er stofnaður fyrir
ríki yfir landi, glatast ekki nema með stofnun rjettar
yfir því fyrir aðra, sem gildur sje að þjóðalögum.
Svo kallaður endurfundur Grænlands frá Noregi, að
tilhlutan Danakonunga (og Norðmanna), er almennt þakk-
aður og talinn til heiðurs Hans Egede, norskum klerki,
sem sagði af sjer prestakalli sínu í Noregi, með þeim
ásetningi að gefa sig allan við boðun kristinnar trúar
meðal heiðingja á Grænlandi. Hann stofnaði í þessu
skyni fjelag í Björgyn (1721) og komst með 2 skipum í
júlímánuði sama ár til Vesturbyggðar, þar nálægt sem
nú heitir Godthaab. Rannsóknir á landinu umhverfis,
veiðiskapur til þess að standast kostnaðinn og loks skip-
un frá konungi, um það að leita Austurbyggðar (1723),
urðu þó að sameinast við megintilgang hans, trúboðun-
ina, og gætir hans því meira, um endurupptöku sam-
bandsins við Norðurlönd, heldur en leiðir af stöðu hans
á Grænlandi í sjálfu sjer. Þess verður einnig að gæta,
er dæma skal um merking þessarar starfsemdar klerks-
ins, að fjelag hans hafði fengið 25 ára einkaleyfi til
verslunar við landið, og hafði jafnvel þegið allmikinn
styrk af rikinu til þess að halda henni uppi, en samt