Andvari - 01.01.1924, Side 96
'90
Þrætan um Orænland
Andvari,
óhjákvæmilegt að taka fullkomiega til greina skýrslur
þær og upplýsingar sem finnast í tíðavísum Lyschanders.
Hann segir meðal annars á þá leið um Walchendorf
erkibiskup, sem safnaði öllu sem unt var, munnlegu og
skriflegu, lútandi að Grænlandssiglingum, í endilöngum
Noregi: »Svo ljet hann fyrirspyrja um ríkið, hjá lærðum
og leikum, um allt, sem einhver kynni að vita um Græn-
land — og hann fann meðal bænda og farmanna góða
þekking, sem honum var látin í tje —«. Það er mjög
líklegt, að þær skýrslur, sem Walchendorf aflaði sjer með
þessum hætti, hafi að miklu leyti stuðst við leiðarvísi
grænlenska prestsins ívars Bárðarsonar (14. öld). En
rjett er að minnast þess með, að margt virðist benda á,
að mikilsverðar skjallegar upplýsingar um hinar fornu
siglingar til Grænlands hafi glatast í skjalasöfnum kon-
unganna, eða hafi jafnvel til vorra tíma verið haldið
leyndum. Og í sambandi við þetta er og tilefni til að
geta þess, að því fer fjarri að hinir dönsku konungar
hafi gjört sjálfstæðar uppgötvanir um Grænland, frá
þeim tíma er siglingar þangað frá Noregi lögðust niður
og til þess er Egede kom til sögunnar. Það voru rann-
sóknir Breta um »Norðvesturleiðina« til Kyrrahafs, sem
urðu fyrst til þess að bregða nýju ljósi yfir hið mikla
eyland, sem geymdi grafir landnámsmanna vorra, til frá-
sagna um ein þau hryllilegustu lögrof, er orðið hafa
milli framkvæmdarvalds og þegna.
Það var fyrst 1579, að Friðrik konungur 2. fjekk
enskan skipstjóra, ]ames Allday, til þess að sigla til
Grænlands og þannig leitast við, þótt seint væri, að full-
uægja skyldum konungs samkvæmt sáttmálanum. Allday
þessi kvaðst vera kunnugur leiðinni og má því ætla að
hann hafi verið í förum með Frobisher (1576—1578),
sem sá Grænland á öllum þrem ferðum sínum í norður-