Andvari - 01.01.1924, Side 97
Andvari
Þrætan um Grænland
91
höfin. Allday kom að vísu svo búinn aptur og vita menn
ekki með vissu, hvort sigling hans var endurtekin næsta
ár. En sennilegast er, að tilraunir Alldays hafi þó orðið
til þess að Færeyingurinn Magnus Heinesen bauð kon-
ungi að leita Qrænlands, eptir að hafa kynnst Allday í
Björgyn, þar sem Heinesen átti þá heima (1579). Hann
fór sömuleiðis sem Allday (1581) norður fyrir Island og
stefndi síðan styttstu leið til Grænlands, og fjekk hann
sjón af landinu, en varð þó að hverfa aptur án þess að
ná höfn.
Þessu næst kemur Hollendingurinn Oliver Brunell
fram og býðst ásamt Norðmanni einum í Björgyn til
þess að fara til Grænlands. Er auðsjeð á skipunar-
brjefi konungs (1583), að Brunell þessi hefur skýrt kon-
ungi svo frá, að honum væri sjerstaklega kunnugt um
leiðir til landsins, enda er það í öllu mjög sennilegt, að
í Hollandi hafi verið sjálfstæð þekking í þessu efni, og
sjest það einnig, að þeir hafa verið vel ratvísir á hafnir
í Grænlandi í Egedes tíð. Óvíst er, hvort nokkuð hefur
orðið úr ferðalagi þeirra fjelaga; en líkur virðast vera
til þess, að Peder Hvitfeldt (danskur aðalsmaður d. 1610)
og Christopher Walchendorph hafi að einhverju leyti
byggt á upplýsingum Brunells, þar sem þeir gjöra ráð
fyrir að finna Grænland, að fengnu einkaleyfi konungs,
til þess að reka þar verslun.
Þessu næst er það fyrir uppgötvanir ]ohn Davis, að
ný þekking breiðist út um legu og leiðir Grænlands, en
á því sama ári sem Davis ljetst (1605), gjörði Kristján
4. út 3 skip til þess að »endurfinna« Grænland undir
leiðsögu Bretans James Hall; en æðsti skipherra farar
þeirrar var einnig breskur aðalsmaður, j|ohn Cunningham.
Loks var enn hinn þriðji Breti, ]ohn Knight, foringi á
einu af skipunum. Arið 1606 gjörði sami konungur enn