Andvari - 01.01.1924, Side 98
92
Þrætan um Grænland
Andva'rii
út 5 skip til Grænlands og voru þeir aptur með í för-
inni Hall og Cunningham og loks var hin þriðja ferð
gjörð 1607, en þá að eins með 2 skipum, og var þá til-
gangurinn aðallega að leita Austurbyggðar, sem þá var
almennt álitin vera á austurströndinni. Voru íslendingar
með í þeirri ferð sem túlkar, þegar til Austurbygðar
kæmi, þar sem talið var víst, að finnast mundu enn íbú-
ar af hinum forníslenska stofni. I þessari för var ]ames
Hall enn leiðsögumaður og með honum annar Englend-
ingur, Josias Hubert. En hve mikils þótti um verð leið-
saga og forusta Bretanna á þessum ferðum, má ráða af
því, að Purchas heldur því fram, að skipshafnirnar muni
hafa risið upp á móti yfirmönnum sínum, þegar sjón var
fengin af Grænlandi, vegna þess að Danir vildu ekki
unna Englendingi heiðursins af enduruppgötvun landsins,
og hafi fyrir þessa sök verið snúið aftur til Islands..
Að Hall hafi látið eitthvað á sjer skilja á þessari ferð^
í þá átt að eigna bæri Bretum landfundinn, virðist held-
ur ekki ósennilegt, þegar athugað er, að hann síðar
(1612) fer með 2 skipum til Grænlands, aðallega til þess
að slá þar eign sinni á námulönd fyrir hönd Lundúna-
fjelags eins, sem var að vísu í orði kveðnu stofnað til
þess að finna »NorðvesturIeiðina«. En í þeirri ferð var
hann drepinn af Skrælingjum, og er það eptirtektarvert í
þessu sambandi, að hann gjörir þá síðustu ráðstöfun, að
hann skuli vera jarðaður í Grænlandi.
För ]ens Munks til þess að leita »Norðvesturleiðar-
innar« (1619), sem Kristján 4. þessu næst gjörði útf
snertir ekki það efni, sem hjer ræðir um að öðru leyti
en því, að Munk sá landið þegár hann sigldi frarn hjá
því. En -eftir að »grænlenskt fjelag« hafði verið stofnað
í Höfn með einkarjettindum (1636), voru 2 skip búin
út þaðan, til þess að það gæti rekið verslun við Skræl-