Andvari - 01.01.1924, Side 99
.Andvari
Þrætan um Qrænland
93
ingja á Vesturströndinni. Var sú ferð árangurslaus að
öðru leyti en því, að fluttur var heim til Hafnar málm-
sandur nokkur, sem einn af skipverjum hafði af tilviljun
fundið á ströndinni. En sandur þessi reyndist þó einkis-
verður þegar til rannsóknar kom. Eptir þetta gjörðist svo
ekkert um Grænlandsleitir frá Höfn þangað til 1652, er
danskt fjelag eitt, að veittu leyfisbrjefi frá konungi, fær
Hollendinginn David Danell til þess að taka að sjer for-
ustu yfir uppgötvunarför þangað, með 2 skipum. Danell
náði höfn við vesturströndina og hafði þar ýmis konar
•viðskipti við Skrælingja. Hann var og kominn mjög
nærri því að ná til lands að austanverðu, en tókst þó
ekki. A leiðinni heim komu þeir við í Reykjavík og
gjörðu boð til Brynjólfs biskups Sveinssonar, sem þeir
vissu, að var fróður um Grænland af fornum ritum og
fengið hafði konungsskipan áður um að láta Danell í
tje allar upplýsingar um landið, sem honum væri unnt.
Er þetta atriði í siglingasögu Grænlands merkilegt og
minnir á hina alkunnu njósnarferð Kolumbusar norður í
höf, þegar ætla má, að hann hafi leitað sjer þekkingar
á sömu stöðvum, um Grænlands og Vínlandsferðir hinna
gömlu íslendinga.
Danell gjörði enn aðra ferð 1653 með einu skipi. En
þótt hann bæði verslaði talsvert og fiskaði við Græn-
land stóðst hann ekki kostnaðinn. Til Austurlandsins
komst hann heldur ekki. Loks fór hann þriðju ferðina
með 2 skipum, 1654, og sigldi það skipti sunnanvert við
ísland. Dvaldi hann þá þrjár vikur við Grænlandsstrend-
ur, en enginn sjerstakur árangur virðist hafa orðið af
þeirri ferð. Þó munu skýrslúr þær, sem konungi voru
■gefnar um þessar þrjár ferðir Danells hafa orðið til þess,
að allrahæsta skipun kom út 16. júlí 1664 til biskups t
Þrándheimi, um það að senda öll brjef og skjöl, sem