Andvari - 01.01.1924, Side 100
94
Þrælan um Grænland
Andvari
fyndust þar, snerlandi Qrænland (ásamt Vínlandi etc.),
til stjórnarinnar í Höfn. Dagbækur Danells eru týndar;
en ekki var nema sennilegt, að skýrslur Skálholtsbiskups
kynnu að vekja nýja umhugsun hjá konungi og stjórn
hans um hið gamla sáttmálasamband við Grænland og
þekking gömlu Islendinga á landinu.
Arið 1670 sendir Kristján 5. danskan skipstjóra Otto
Axelsen í -Grænlandsleit, en ekkert er til frásagnar um
árangur þeirrar ferðar, annað en það, sem haft er eptir
Þormóði Torfasyni, að hann hafi komist til landsins. En
þegar Axelsen næsta ár kemur aptur úr annari Græn-
landsferð segir sama heimild, að skip hans hafi verið
skotið í sökk fyrir Suðurnesjum af Hollendingi, sem
hefur þá líklega átt að vera keppinautur hinnar dönsku
útgerðar, enda er einnig sagt, að Danir hafi áður drepið
nokkra menn af hollensku skipshöfninni.
Þessu næst kemur enn til sögunnar Hollendingur
einn, ]an de Brouers, sem var þaulvanur norðurhafs-
ferðum, og er hann gjörður út af kaupmanni í Bergen
1673—1674, með konunglegu leyfi; átti í þetta sinn að
gjöra tilraun til þess að láta nokkra af skipverjum taka
sjer býli í Grænlandi. En skipið var hertekið og de
Brouers dó, áður en það varð gefið laust. Varð öll ráða-
gerðin því að engu, þar sem fyrirtækið aðallega var
byggt á forustu og kunnugleik Hollendingsins. Þetta er
hin síðasta markverða tilraun undir stjórn hinna dansk-
norsku konunga til þess að endurfinna Grænland, sem
getandi er um á undan trúboðsferð Egede prests. En
sje litið yfir undanfarandi siglingar, sem hjer er laus-
lega drepið á, er ógerlegt að setja nafn hans í samband
við hina svo kölluðu nýju uppgötvun landsins. Sá heiður
verður fyrst og fremst að eignast ritmennt, fróðleiksást