Andvari - 01.01.1924, Qupperneq 103
-Andvari
Þrætan um Grænland
97
lúta þeim /ögum. Hvorki Danir nje Norðmenn gátu lagt
Grænland undir sig, í skjóli þess eldgamla strandabanns,
sem byggist á sáttmálanum 1262. En hefðu t. d. Eng-
lendingar einkisvirt verslunarrjett konunganna og lýst
eign sinni' á Grænlandi eptir þjóðardauðann, er lítill efi
á því, að forlög landsins hefðu orðið önnur. Og nærri
hefur legið að svo færi. Þannig var að því komið, að
Scoresby yngri, samkvæmt samráði við föður sinn, þegar
báðir feðgarnir stýrðu eigin skipum sínum fyrir Austur-
ströndinni, legði landið hátíðlega undir Englendinga á
fæðingardegi konungs síns (12. ágúst 1822), og efalaust
hefur einatt legið nærri, á síðari tímum, að landbannið
grænlenska yrði til vandræða. En hversu vel Dönum
hefur sanit tekist að halda þessu feiknalandi lokuðu í
fullkoininni vinsemd við aðrar þjóðir verður best ráðið
af því, að hvergi hafa heyrst neinar raddir á móti »land-
námi« Kristjáns 10. nema í Noregi og nú síðast frá Is-
landi. Og þó eru nú orðin þau málalok, fyrst um sinn,
milli Danmerkur og Noregs, að drottinvald Dana yfir
Grænlandi er ekki viðurkent af Norðmönnum, og mætti
einnig geta þess um leið, að fyrirvari kvað hafa verið
gjörður af hálfu Englendinga um þá sömu viðurkenningu.
Að menn hafa þagað við þessu á íslandi, meðan full-
frelsi þjóðar vorrar sjálfrar var ekki viðurkennt er eðli-
legt — en þrætan um Grænland mun tæplega verða
útkljáð, þótt svo færi, að Danir og Norðmenn kæmu sjer
að öllu leyti saman til frambúðar. Allt virðist benda til
þess, að sögurjettur Islands yfir hinni fornu nýlendu þess,
verði viðurkenndur fyrir þá sök, að alþjóðafje/agið heimt-
ar það vegna sinna eigin hagsmuna, hvernig svo sem
Islendingum sjálfum kann að takast að sameina sig í
þessu stórvægilega efni, eptir að þeir eru nú orðnir sjálf-
stæðir, bæði í innri og ytri málefnum sínum.
7