Andvari - 01.01.1924, Side 105
Andvari
Þrætan um Grænland
99
að ekki gat hjá því farið, að nokkur byggð kaupmanna
og annara starfrækjenda kæmi upp hingað og þangað á
hinum gömlu stöðvum. t>ó hafa engir framleiðandi at-
vinnuvegir verið stofnaðir þar, sem gefi neina átyllu til
þess að nefna einokunarstöðvar Dana, til þessa dags,
neinu nafni, sem nálgast getur hugmynd um nýlendu.
Grænland hefur aldrei verið numið og byggt samkvæmt
eðlisákvörðun þess og landshögum nema á Islendinga-
öldinni. Og mætti, um leið og þessa er getið, einnig
taka það fram, að manntala Skrælingja hefur ákaflega
lækkað um þessar tvær aldir, er hið gagngerða verslunar-
ok og strandabann hefur byrgt landið í þögn, því sem
næst mótmælalaust, undir yfirráðuni Dana.
f>eir, sem alvarlega vilja afla sjer rökstuddrar skoðun-
ar í þrætumálinu um Grænland, munu efalaust fyrst og
fremst festa sig við hinn mikla sögulega sorgaratburð,
gereyðing Islendingabyggðanna þar í landi, er þeir eiga
að svara sjálfum sjer til þeirrar spurningar: Hver á
Grænland? En um leið hlýtur hugur hvers manns að
festa sig við annað atriði þessa máls: Hverjum er að
kenna tortíming íslendinga þar vestra? — Og þegar
þeirri spurning verður svarað, hlýtur eignarheiniild Dana
um leið að dæmast og verða fundin ljettvæg af óhlut-
drægu áliti. — í borgaralegum viðskiftum er stundum
talað um ósæmilegan málstað. En hlýtur almenn rjettar-
meðvitund meðal þjóðanna ekki að kveða upp álíka úr-
skurð, þegar athugaður er grundvöllur sá, sem þetta
»landnám« Dana byggist á? Samningsrof konunganna
um skuldbinding, er við lá líf heillrar þjóðkvíslar, sem
átti í einsdæmis-baráttu við fjandsamlega villiflokka og
erfiðleika náttúrunnar, einangruð af ísalögum og feikna
fjarlægðum — virðast ekki geta rjettlætt fyrir heiminum
eignarhald og strandabann Danastjórnar á þessu landi,