Andvari - 01.01.1924, Page 109
.Andvari
Þrætan um Grænland
103
inginn við Norðmenn hlýtur það samt að verða erfitt
að vernda Skrælingja fyrir áhrifum siðmenningarinnar og
mætti sú ástæða, ef til vill, verða til þess að stranda-
bannið yrði yfirleitt afnumið.
]eg ætlaði mjer ekki hjer að þessu sinni að fara frek-
ar út í einstök atriði þessa máls, með því að svo örlítið
ihefur til þessa verið gjört í þá átt að skýra það fyrir
þjóðinni almennt á íslandi. En ef til vill bjóst jeg við,
að þær fáu athuganir sem jeg hef sett hjer fram, kynnu
að gjöra það auðveldara síðar að líta dýpra á ýms ein-
stök söguleg efni Grænlandsþrætunnar. Væri sjerstak-
lega ástæða til þess nú þegar að snúa sjer að þeirri
spurning, hvernig löggjöf Islands og stjórn hefur, að því
íleyti sem til hennar kasta gat komið, farið með þetta
málefni gagnvart drottinvaldskröfu Dana fyrst vg fremst,
— og síðan gagnvart afstöðu málsins nú, yfirleitt, meðal
annara þjóða. Almenningsálitið á Islandi hefur látið heyra
1il sín. En á því er enginn efi, að þessi þræta fer nú
íyrst aívarlega að vekja athygli úti um heiminn, eptir þau
bráðabirgða-úrslit, sem orðin eru um deiluna milli Noregs
og Danmerkur.
Athugasemdir og sUýringar.
Bls. 87.
Viöviltjandi sltYldum konunganna, eptir gamla sáttmála eru, með-
al annars, eptirtelitarverö ummaeli hins merlta rithöfundar Arnold
Ræstad: (Kongens Strömme, Kristiania 1912, bls. 57 58) — „Það
verður að álítast víst, að konungsvaldið hafi ekki haldið sjer leyfi-
legt að neita um útflutning frá Noregi af nauðsYnjavörum til eyj-
anna (a: skattlandanna) t. a. m. smjöri, kornvarningi eða þvíuml.
Þvert á móti leiddi það af stöðu eyjanna innan norska ríkisins,
að konungsvaldið varð að álfta sjer skylt að sjá um, að eYjarnar