Andvari - 01.01.1924, Síða 110
104
Þrælan nm Grænland
Andvarí
fengju aðflutning af þeim vörum, sem kröfðust, jafnvel þótt það
álitist æskilegt fyrir ríkishagsmuni að varningnum væri haldið f Noregi.
Bls. 89 a.
Jakob Severin var einn af auðugustu og merkustu kaupmönnum
í Höfn á sínum tíma. Hann hafði sjálfur gjört út skip til Disco-
flóans (1733) og rekið arðsama verslun þar við Skrælingja.
Bls. 89 b.
Þjóðverjar höfðu (1455) drepið fjölda manns í Björgyn, þar á
meðal biskup staðarins og ýmsa meiriháttar menn. Ut af þessu
risu langvarandi róstur milli Hansaríkjanna og eptirmálsmanna
þeirra höfðingja, er drepnir voru, og stóð sá ófriður enn 1484,.
þegar sagt er, að nálægt 40 farmenn, sem árlega sigldu til Græn-
lands, hafi átt heima í Björgyn. Þjóðverjar höfðu þetta ár falað
varning þann af Grænlandsförunum, sem þeir höfðu flutt utan, en
þeim var neitað. Hjeldu Þjóðverjar þeim þá geslaboð, en á næstu
nótt voru Norðmennirnir allir myrtir (sbr. Peyrere: „Relation du
Groenland" Paris, 1617).
Bls. 89 c.
Sumir álíta, að tveir embættismenn, að nafni Pining, hafi stjórnr
að Islandi, hinn eldri, Didrik Pining, frá 1482 (sbr. Kirkjusögu
Finns 2. B. bls. 244—46). Hinn yngri Pining er talinn sá, er gaf
út fyrirmæli um verslun Breta og Þjóðverja við Island o. fl. 1490
(sbr. „Piningdóma" í tilsk. safni Magnúsar Ketilssonar I, bls. 75—77).
Olaus Magnus minnist á hann sem sjóreyfara á Grænlandshafi 1494.
BIs. 90 a.
Walchendorf eða Valkendorf varð fyrir sakir sjerlegrar náðar
Christians 2. gjörður erkibiskup í Þrándheimi, og lagði hann þar
mikið kapp á upptöku siglinga til Grænlands. Hann varð síðan
fyrir ofsóknum konungsins, út af frillu hans Dyveke, og dó land-
flótta í Róm 1522. Hann er afabróðir Christoffers Valkendorff
(bls. 5), sem var Ijensmaður yfir fslandi 1569 70.
Bls. 90 b.
Lyschander (Claus Christoffersen), f. 1558 d. 1624, magister frá
þýskum háskóla, mest umtalaður fyrir „Danasögu" sína, þar sem