Andvari - 01.01.1924, Side 111
Andvari
Þrælan um Grænland
105
hann ættrekur Kristján 4. til Adams o. s. fru. En þrátt fyrir þetta
hefur hann verið einn allra merkasti rithöfundur síns tíma. Hann
uar útnefndur konunglegur sagnaritari 1616 og lagði hann grund-
völl til hinnar dönsku rithöfundaskrár (útg. 1668). „Chronica'1
Grænlands (1608) er einkennilega orkt af sjerstakri list, með suo
mergjað innihald, þrátt fyrir stíl aldarinnar, að auðsætt er, að
hann heidur fast við ákvarðað efni, enda eiga tíðavísur hans hejð-
urinn fyrir varðveislu víðtækrar þekkingar og upplýsinga um Grænland.
Bls. 90 c.
Friðrik konungur 2. (1534—1588) kemur að öllu svo ólíkt fram
öðrum þeini, er báru ábyrgð á glötun Grænlendinga, að þess er
vert að geta, sem virðist að nokkru geta skýrt þessa sögulegu sjer-
stöðu. Konungur þessi sat þá að ríki yfir „stórveldinu" Danmörk
-Noregi, þegar hann hóf tilraunir sínar til endurupptöku siglinga
til Grænlands, enda var floti hans þá einn hinn voldugasti í álf-
unni. Og á hinn bóginn eru flestir dómarar um hæfileika hans
sammála í því að lofa göfuglyndi þessa konungs, mannvit og rjett-
sýni. Þeir, sem lesa f kjölinn mannlýsingar og sögur um Fr. 2.,
geta ekki furðað sig á því, að hann vildi hvorki sakast um tor-
tíming fjarlægra þegna sinna nje láta týnast valdastöðuna yfir
Grænlandi, með því að brjóta sáttmálann gamla.
Bls. 90 d.
Martin Frobisher f. c. 1536. Hann var gjörÖur út af auðugum
enskum höfðingjum 1576, með 3 skipum, til þess að leita norð-
vesturleiðarinnar til Indlands. Hann sá austurströnd Grænlands
og hjelt þar vera hið svo kallaða „Frisland" (sem bræðurnir Zeni
frá Feneyjum þóttust hafa heimsótt á ferð sinni norður í höf. Rit
þeirra með landabrjefi er útg. 1558). Frobisher kom heim til Eng-
lands með sýnishorn af gullsteinum. Honum veittist því auðvelt að
stofna til nýrrar ferðar (1577) og flutti hann þá enn meira heim af
„gullmálminum". Næsta ár fór F. af stað í 3. sinn með 15 skipa
flola og i þessari ferð kom hann á land í Suðurgrænlandi. Dó 1594.
Bls. 91 a.
Mogens Heinesen, f. á Færeyjum 1545 af norskum foreldrum,
var hinn mesti æfintýramaður, viðriðinn ýms glæpamál, ránskap á
sjó og annan yfirgang. Hann var dæmdur til dauða í Danmörk og