Andvari - 01.01.1924, Page 112
106
Þrætan um Grænland
Andvari
telrinn af lífi 1589. En dómur sá var síðar feldur úr gildi. Hann var
frægur sjógarpur og gjörði á eigin kostnað út 2 skip til Grænlands.
Bls. 91 b.
Egede varð snemma var við Hollendinga við Grænlandsstrend-
ur, sem ráku þar bæði verslun og hvalveiðar. Þeir brendu og
eyðilögðu þrívegis fyrir honum byggingar og verbúðir, sem hann
hafði látið gjöra (1725 og 1731—32) á eynni Nepisene, þar sem
vænlegast var til hvalfanga á vetrum.
Bls. 91 c.
]ohn Davis (1550 1605) var gjörður út frá Englandi 1585 með
2 skipum til þess að leita leiðar norðan við Ameríku. Þegar hann
kom til Grænlands, hjelt hann sig hafa fundið nýtt land („Auðna-
landið"), en hjelt síöan suður á bóginn og aptur vestan við Græn-
land út eptir sundi því er ber nafn hans. Alls fór hann 3 ferðir í
norðurhöf.
BIs. 92 a.
Samuel Purchas, enskur prestur f. 1577. Hann er talinn hafa
safnað frá rúmum 1300 höfundum og heimildum í hið volduga rit-
verk sitt „Purchas his Pilgrimage" (London 1613). I „Purchas his
Pilgrimes" (1625—26) tók hann upp frásagnir gamalla enskra landleita-
manna og sjóferða til uppgötvana vestur í höfum. Dó í London 1628.
Bls. 92 b.
Jens Munk (1579- 1628) var foringi þeirrar einustu norðvestur-
ferðar, sem gjörð hetur verið úl frá Danmörku (1619—20). Rit
hans um þessa ferð, „Navigatio Septentrionalis", Kmh. 1624, er
merkileg og afarfágæt bók.
Bls. 93 a.
DavidJ Danell (eða de Nelle) d. 1661 stundaði hvalaveiðar við
Jsland og fann fiskimið við vesturströnd Grænlands.
Bls. 93 b.
Finnur Magnússon (Nordisk Tidskrift for Oldkyndighed 2. B.
bls. 127 ff. sbr. Zahrtmann sst. bls. 25) telur með fullum rjetti víst,
að Columbus hafi, eins og hann sjálfur segir frá, komið til íslands