Andvari - 01.01.1924, Blaðsíða 113
Andvari
Þrætan um Orænland
107
1477. Magnús Eyiólfsson var þá biskup í Sltálholti, en hann hafði
verið ábóti áður í Helgafellsklaustri, á þeim stöðvum, sem mest var
þekking um Vínland og Grænland frá fornu. Hvalfjarðareyri var
þá venjulegast sótt höfn hjer syðra; en Magnús biskup var þar
einmitt á ferð um sama leyti við kirkjuskoðanir. Gustav Storm
vefengir samt mjög tilgáfu F. M. um samfundi Columbusar og
biskupsins.
Bls. 93 c.
Eins og kunnugt er, hafa einatt ómetanleg fornskjöl vor og
sögugögn glatast í Höfn, og má geta nærri, að margt hefur farist
þar, sem laut að sögu Grænlands. Þannig getur C. Pingel þess,
að enginn viti framar um skjal það, er Friðrik 2. hafi fundið við-
víkjandi ákvæðum gamla sáttmála gagnvart Grænlendingum. Og
skipun Danakonungs um skjalaflutninginn frá Þrándheimi (1664)
hefur tvímælalaust reynst hin mesta óheillaráðstöfun. ]eg hef um
mörg ár verið kunnugur einum helsta fornbrjefaverði Norðmanna.
Hann var skipaður til Hafnar í skjalarannsókn með dönskum fræði-
manni, rneðan stóð á undirbúningi samningstilraunanna um Græn-
land. Hann hefur sagt mjer svo frá, að einn dag varð Daninn þess
var, að skjöl lágu fyrir, sem hann kaus síður, að hinn sæi og
tók hann þá allan bunkann og bar í fangi sjer inn í fornskjala-
safnið, og varð Austmaðurinn að hverfa heim við svo búið. Mundi
ólíklega til getið — úr þvi að Danakonungur auðsjáanlega hefur,
á sínum tíma, álitið brotið á gamla sáttmála hættulegt fyrir ein-
valdsrjeltinn yfir Grænlandi — að slíku skjali hafi verið stungið
undir stól? Það var til áður, en finnst nií ekki.
Bls. 94.
Þormóður Torfason (1636 -1719) lionunglegur sagnaritari, forn-
brjefasafnari og skjalavörður m. m. samdi sjerstakt verk um Græn-
land (Groenlandia Antiqua 1706). Noregssaga hans (til 1387) er
mesta frægðarverk hans.
Bls. 95.
Hans Egede (1686—1758), preslur frá 1707 til 1718, lagði mjög
fyrir sig sagnalestur, sjerstaklega um allt, sem laut að landnámi Is-
lendinga vestur á bóginn. I „Relation“ um byrjun trúboðs í Græn-
landi (Kmh. 1738), bls. 15, segir hann á þá leið, „að engin þjóð