Andvari - 01.01.1924, Side 118
•112
Nokkur orð um sjófiskaklak
Ándvart
anna hinsvegar. Þessar stofnanir hafa nærri allar orðið við
beiðni minni og svarað mjer, og sumar auk þess sent
mjer prentaðar skýrslur og mun þeirra verða getið síðar
og skýrt nánara frá svörum þeirra.
Áður en jeg fer frekara út í sjófiskaklakið, ætla jeg
að minnast lítið eitt á vatnafiskaklakið, án þess þó að
fara að lýsa klakaðferðunum; þess er engin þörf hjer,
því að það hefir verið gert nokkurum sinnum áður (jeg
á hjer við laxa- og silungaklak, því að um aðra vatna-
fiska hefir ekki verið að ræða hjer); Árni sál. Thorstein-
son landfógeti ‘), Arthur Feddersen, fiskifræðingur 1 2), og
Guðmundur Davíðsson kennari3) hafa gertþað; svohefi jeg
sjálfur sagt frá klaki í skýrslum mínum í Andvara, Gísli
Árnason í Ægi og Þórður Flóventsson í Morgunblaðinu.
Skal jeg því snúa mjer að sjófiskaklakinu.
Það er langt síðan menn fóru að klekja vatnafiskum;
Kínverjar og fleiri Asíuþjóðir gerðu það þegar í forn-
öld og í Evrópu var byrjað á því á 18. öld (Þjóðverj-
inn Jacobi 1748) 4). Svo gleymdist listin aftur, þangað til
frakkneskur maður, Joseph Remy, komst upp á það
aftur 1842; síðan hefir klakið farið sívaxandi. En sjó-
fiskaklak er til þess að gera nýjung. Um miðja 19. öld
höfðu menn enga skýra hugmynd um, hvernig egg
(hrogn) flestra sjófiska klekjast á náttúrlegan hátt. Menn
vissu um einstaka fiska, eins og hrognkelsi, að þeir festu
egg sín, líkt og sumir vatnafiskar, undir steina (gerðu
sjer hrognabú) á grunnsævi, og að hængurinn (rauð-
maginn) hjelt vörð við búið, og hið sama höfðu menn
1) Um laxkynjaða fiska og fiskirækt. Tímar. Bmfjel. 11. árg.
1881, bls. 73—163.
2) Andvari XII, 1886, bls. 162 183.
3) Urn fiskaklak, Rvík 1918.
4) Encyclopædia Britannica. Vol. XIX. Pisciculture.