Andvari - 01.01.1924, Qupperneq 119
Andvari
Nokkur orð um sjófiskaklak
113
orðið varir við um nokkura aðra fiska, sem hrygna svo
grunt, að sjá má greinilega í botn, og athuga hætti
þeirra, eins og t. d. marhnúts, loðnu og síldar.
Af þessum ástæðum ímynduðu fiskimenn sjer, að allir
aðrir beinfiskar (brjóskfiskar eða þvermunnar vissu menn
að voru nokkuð sjerstaks eðlis) hlytu að hrygna á sjáv-
arbotninum, þ. e. leggja egg sín á eða festa þau við
botninn. Svona var það alstaðar, og einnig hjer. Þegar
menn voru að rífast hjer um netalagnir í Faxaflóa
síðustu þrjá tugi 19. aldar, var það borið fram sem ein
veigamesta ástæðan fyrir banni gegn netabrúkun, að
netin rótuðu hrognunum, sjerstaklega þorskhrognunum,
til í botninum og spiltu með því klakinu! Og enn eimir
eftir af þessari fjarstæðu hjá íslenskum fiskimönnum.
Fyrir rjettum 60 árum byrjaði ungur norskur dýra-
fræðingur, Georg Ossian Sars, sonur prestsins og dýra-
fræðingsins Michaels Sars, að rannsaka alla hætti þorsks-
ins á vetrarvertíðinni í Lófót, og eitt af því fyrsta, sem
hann uppgötvaði, voru örlitlar, glærar kúlur á stærð við
týtuprjónshaus, sem svifu svo þétt við yfirborð sævarins
(einkum í lok martsmánaðar og í apríl), að sjórinn var
»þykkur« af þessu (líkt og sagósúpa). Hélt hann fyrst, að
þetta væru einhver smádýr. Það sje sagt norskum fiski-
mönnum til maklegs lofs, að þeir höfðu fyrir löngu tekið
eftir þessum kúlum og haft rjetta skoðun á eðli þeirra '),
en Sars trúði þó ekki fyrri en hann tók á (eins og
skylda hans var sem vísindamanns) hann bjóst við að
þorskurinn hrygndi á botninum, eins og aðrir fiskar,
(það álitu menn þá), en sá fljótt, við nánari athugun, að
þetta voru egg og í sumum var fóstur, og eftir nokkura
1) Aldrei hefi jeg orðið þess var, að stjettarbræður þeirra hjer
hafi orðið varir við þetta.
8