Andvari - 01.01.1924, Page 120
114
Nokkur orö um sjófiskaklak
Andvari
daga komu út örlitlar lirfur — fiskaseiði! — og hér var
ekki um annan fisk að gera, en þorskinn. Hafði Sars
gert þarna stórmerkilega uppgötvun, sem kom í bága við
skoðun alls almennings og vísindamannanna, að egg
þorskins klekjast svífandi við yfirborð sævar og koma
aldrei í botn1). Fyrir þessa uppgötvun varð Sars þegar
frægur maður, enda varð hún til þess, að menn fóru
að hugsa um sjófiskaklak, eins og sagt verður betur
frá síðar.
Sars og ýmsir aðrir rannsökuðu svo smámsaman
hrygningu ýmissa sjófiska, og reyndist það þá svo, að
flestir mestu nytsemdarfiskarnir höguðu sjer eins og
þorskurinn, hrygna »svifeggjum«, 3: eggjum, sem klekj-
ast svífandi, jafnt úti á djúpmiðum og inni við strendur,
en koma aldrei í botn. Egg þeirra eru lík í því tilliti*
að þau eru flest smá, 1 mm, eða þar um bil, í þver-
mál, og alveg glær, stundum með fitudropa í »rauð-
unni«. Eggjafjöldinn er ávalt afar mikill, hundruð þús-
unda eða miljónir, enda er tortímingin afskapleg.
íslenskir fiskar, sem gjóta svifeggjum eru, það menn
best vita, allir fiskar af þorska- og flyðruættinni: þorsk-
ur, ýsá, lýsa, ufsi, spærlingur, langa og keila og svo
flyðra og kolategundir allar, auk þess sandsíli og makríll.
Nytjafiskar, sem hrygna á botni, eru: síld, loðna, hrogn-
kelsi og steinbítur, en seiði þeirra leita strax upp að
yfirborði, þegar þau eru klakin og blandast þar saman
1) Sars, Indberetninger om i Aarene 1864—78 anstillede Un-
dersögelset angaaender Saltvandsfiskerierne, Christiania 1879, bls.
16—21.
Gröndal hefir ritað um æxlunareðli þorshfiska í Skýrslu hins
ísl. Náttúrufræðisfjelags 1889,