Andvari - 01.01.1924, Side 121
Andvari
Nokkur orÖ um sjófiskaklak
115
við seiði hinna. Karfinn er sjerstakar í sinni röð, hann
gýtur klöktum seiðum (»á unga«), en þau eru örsmá og
skifta þúsundum og vaxa svo upp með hinum.
Sars tók fljótt eftir því, þegar hann hjelt þorskaeggj-
um, sem hann hafði veitt í sjónum, dögum saman í sjó,
í stórum glösum, til athugunar, að þau klöktust, og sá
hann þegar í hendi sjer, að menn gætu eins klakið þeim
eins og náttúran, og að þau væru öruggari fyrir tor-
tímingu á þann hátt, 3: hann gaf þegar bendingu um
sjófiskaklak. Hugmyndin var þó ekki ný, því að menn
höfðu áður látið sjer detta það í hug, enda þótt lítið
hefði orðið um framkvæmdir, vegna þess að menn þektu
þá aðeins botnföst (botnlæg) egg, en þeim er miklu
erfiðara að klekja en svifeggjunum.
Það er afar auðvelt að klekja ýmsum sjófiskaeggjum,
ekki síst svifeggjum — í smáum stýl, að gamni sínu
eða á rannsóknarstofum — miklu auðveldara en t. d.
laxfiskaeggjum, meðal annars af því að þau klekjast
vanalega á mjög stuttum tíma, 1—3 vikum, eftir tegund,
og hita sjávarins, sem þau eru í. Það nægir að halda
frjóvguðum eggjunum í miklu af hreinum sjó, í stórum
glösum, best náttúrlega í rennandi sjó, eða hafa loft-
straum í gegnum hann. Þetta má bæði gera á skipum
úti á sjó og á landi. En ef klekja á í hagkvæmum
(praktiskum) tilgangi, svo að nokkurt lið megi búast við
að verði að, hvort sem það er gert á sjó úti eða á
föstum stöðvum á landi, þá verður það að gerast í mjög
stórum stýl, ekki fá hundruð þúsunda, heldur tugir,
hundruð eða jafnvel þúsundir miljóna, eins og síðar
verður vikið betur að, og þá getur fyrirhöfnin og kostn-
aðurinn orðið mjög mikil.
Þar sem nú aðferðin er svona auðveld, leið heldur